| FORSÍÐA | SAGAN | HANDRITIÐ | KENNSLUEFNIÐ | MYNDASAFNIÐ | VEFTRÉ |
 
Forsíða > Kennsluefnið > Bókaframleiðsla > Handskrifaðar bækur > Verkefni
 
    Miðlun að fornu og nýju »
  Bókaframleiðsla »
  Handskrifaðar bækur »
      Umræðuefni »
      Verkefni »
      Ritunarverkefni »
 
 
      Hópverkefni »
    Þemaverkefni »
    Tilvísunarefni á vef »
Munur milli handrita »
Bókamarkaður, markaðslögmál »
Gildi handritanna »
  Um miðlun sagna »
   
Prentvæn útgáfa

Verkefni

Hvað er handrit?

  1. Hvað dettur ykkur í hug þegar þið heyrir orðið handrit? Skrifið niður hugmyndirnar í samvinnu við sessunaut.
  2. Lesið um orðið handrit á fræðsluvefnum Handritin heima og berið saman við hugmyndir ykkar. Gerið grein fyrir ólíkri merkingu þess.
  3. Hvað einkennir þá tegund handrita sem þar er fjallað um?


Pennar, blek og litir

  1. Skoðið lýsingu af pennaskurði.Prófið að skera til sogrör eða fjaðrir eins og lýsingin segir til um.
  2. Hvernig var blek búið til á miðöldum? Úr hverju er blek gert nú á tímum?
  3. Hvaðan fengu Íslendingar efni í liti? Hverju var blandað saman við þá og hvers vegna?
  4. Hvaða efni var notað í bókakápur? Af hverju ætli eitt handrita Njálu sé kallað Gráskinna?


Skrifarar

  1. Hverjir unnu sem skrifarar á miðöldum? Teygði starfið sig inn í fleiri stéttir á Íslandi en annars staðar? Hvernig má draga þá ályktun?
  2. Var einhver þjóðfélagsstétt útilokuð frá skrifarastarfinu?
  3. Hvernig voru vinnuaðstæður skrifara á miðöldum? Hvaða skrifarar höfðu skrifstofur til umráða og við hvers konar aðstæður bjuggu aðrir skrifarar?
  4. Hvað þýðir orðið „skrifstofa"? Flettið því upp í orðabók og skrifið niður merkingu þess. Á orðið e.t.v. rætur sínar að rekja til miðalda þegar allar bækur voru handskrifaðar? Skoðið hvað stendur um skrifstofu á spássíu handrits.
  5. Sumir vinna heima hjá sér nú til dags við einhvers konar ritstörf. Unnu skrifarar í einhverjum tilfellum heima hjá sér á miðöldum?
    Hvaða heimildir höfum við um vinnuaðstæður og aðbúnað skrifaranna? Hvað hrjáði þá helst?


Handritalestur

Skoðið síðuna handritalestur til að leysa eftirfarandi verkefni

  1. Finnið tvo stafi á smámyndunum 1-4 sem eru frábrugðnir því sem þið eruð vön, útskýrið muninn og segið hvaða stöfum þeir líkjast.
  2. Í hvaða tilgangi notuðu skrifarar bönd, líminga og styttingar við skriftir? Notið þið einhverjar aðferðir í svipuðum tilgangi þegar þið skrifið texta? Hvernig og á hvaða vettvangi?
  3. Hvernig voru orðin því og þar bundin? Skoðið myndina Bönd og límingarstafir.
  4. Hverju líkist það tákn sem notað var til að stytta samtenginguna og? Hvernig voru orðin hann, maður og manns stytt? Hvernig ætli orðið hans hafi verið stytt? Skoðið myndina Styttingar og skammstafanir.
  5. Þurftu skrifarar að fara eftir stafsetningarreglum? Hverjir setja stafsetningarreglur nú á tímum?
  6. Skoðið myndina Stafsetning og teljið upp fjögur stafsetningaratriði sem eru frábrugðin nútímastafsetningu.
  7. Hvað stendur skrifað með rauðu letri á myndinni Stafsetning og hvers vegna er það rautt?


Til kennarans

Verkefnið tengist Mályrkju III einkum umfjöllun um forníslensku og nútímamál á bls 200-201 en einnig á bls. 29.

Smellið hér til að fá fleiri verkefni um handritskunnáttu og uppskrift handrita >> Verkefni 2