Prentvæn útgáfa
Verkefni
Samlestur og samnýting bóka
-
Finnið dæmi um samlestur: Er lesið í nestistímum hjá ykkur? Hafið þið fylgst með framhaldssögu í útvarpinu? Hvaða sögu er verið að lesa núna?
-
Hvaðan ætli lestur í nestistímum sé sprottinn? Hvað með útvarpssögurnar? Er þetta e.t.v. arfur frá baðstofumenningunni?
-
Hvað hefur ýtt undir samnýtingu bóka fyrir daga fjöldaframleiðslu og prentverks?
-
Hvernig voru fyrstu bókasöfnin? Höfðu allir aðgang að þeim? Hvað er langt síðan almenningsbókasöfn voru stofnuð á Íslandi?
-
Hvernig notaði fólk bækur á miðöldum? Greip fólk t.d. í bók á náttborðinu fyrir svefninn eða fór bóklesturinn öðru vísi fram?
-
Áttu flestir bækur í hillum eins og nú tíðkast eða var bókaeign bundin við ákveðna hópa í samfélaginu? Skipti efnahagur máli?
Til kennarans
Í framhaldinu er hægt að ræða nánar um menntun og læsi á miðöldum því lestrarkunnátta hefur ekki verið almenn framan af öldum. Bækur voru einnig dýrari og erfiðara fyrir fólk að eignast þær. Þó er talið að öllu fleiri hafi kunnað þá list hér á miðöldum en algengast var í Evrópu. Þá gefst einnig færi á að fjalla um læsi og ólík lestrarform, t.a.m. myndlæsi, tæknilæsi eða upplýsingalæsi.
Lestur og fjölmiðlanotkun
-
Hvort lesið þið meira af tölvuskjá eða á prenti?
-
Farið þið á bókasöfn til að fá bækur? En til að fá myndbönd eða diska?
-
Heimsækið þið einhverjar síður á netinu daglega? Hvaða síður þá?
-
Er einhver bloggari" í bekknum? Lesið þið einhverjar bloggsíður reglulega?
-
Hvað skrifið þið u.þ.b. mörg sms-skilaboð á dag? Skrifist þið oft á við vini á spjallrásum á borð við msn?
- Nefnið dæmi um stafsetningu og styttingar sem notaðar eru á spjallrásum og í sms-skilaboðum. Er stafsetningin og málfarið öðruvísi en þegar þið skrifið í skólanum? Nefnið dæmi.
Úrvinnsla
Verkefninu má svara skriflega eða með handauppréttingu í bekknum. Þá eru niðurstöður teknar saman á töflu, á prenti eða á vefsíðu bekkjarins, hópsins eða kennarans.
|