Verkefni

Samlestur og samnýting bóka

Til kennarans
Í framhaldinu er hægt að ræða nánar um menntun og læsi á miðöldum því lestrarkunnátta hefur ekki verið almenn framan af öldum. Bækur voru einnig dýrari og erfiðara fyrir fólk að eignast þær. Þó er talið að öllu fleiri hafi kunnað þá list hér á miðöldum en algengast var í Evrópu. Þá gefst einnig færi á að fjalla um læsi og ólík lestrarform, t.a.m. myndlæsi, tæknilæsi eða upplýsingalæsi.

Lestur og fjölmiðlanotkun

Úrvinnsla
Verkefninu má svara skriflega eða með handauppréttingu í bekknum. Þá eru niðurstöður teknar saman á töflu, á prenti eða á vefsíðu bekkjarins, hópsins eða kennarans.


© LogS
Prentað af fræðsluvefnum Handritin heima