| FORSÍÐA | SAGAN | HANDRITIÐ | KENNSLUEFNIÐ | MYNDASAFNIÐ | VEFTRÉ |
 
Forsíða > Kennsluefnið > Um miðlun sagna > Fjölbreytt sagnalist > Umræðuefni
 
    Miðlun að fornu og nýju »
Bókaframleiðsla »
 
  Um miðlun sagna »
  Sögð og skrifuð saga »
  Fjölbreytt sagnalist »
      Umræðuefni »
 
    Hópverkefni »
 
    Þemaverkefn i»
Kveðskapur »
 
Lestur af bók »
Afþreying fyrr og nú »
 
Barnaefni »
Sagnaefni og myndmiðlar »
 
 
 
 
 
   
Prentvæn útgáfa

Umræðuefni

Menntun og samfélag miðalda

  • Hvernig voru tækifæri til menntunar á miðöldum? Gátu allir farið í skóla eða voru það einungis útvaldir hópar sem höfðu aðgang að menntun?

  • Höfðu t.d. strákar og stelpur sömu tækifæri til að læra lestur og skrift eða var menntun mismunandi eftir kynjum?

  • Hvaða námsgreinar voru kenndar á miðöldum og hvar fór skólahaldið fram?

  • Af hverju voru tengsl milli kirkju og höfðingjastéttar öðru vísi hér á landi en í öðrum löndum Evrópu? Athugið sérstaklega ættartengsl og gerð samfélagsins í þessu samhengi.

Til kennarans
Hér má benda nemendum á umfjöllun um Menntun á miðöldum, hvernig henni var háttað og hvernig samfélagsgerðin, þ.e. tengslin milli kirkju og höfðingjastéttar, voru á öðrum nótum hér en víðast í Evrópu.

Helsta sérstaða íslenskrar miðaldamenningar er hin óvenjumikla og fjölbreytta sagnaritun sem þá var stunduð. Oft er leitað skýringa á því í samfélagsgerð þjóðveldisins sem nemendur eiga að kannast við og var frábrugðin því sem gerðist í öðrum ríkjum Evrópu.

Helstu tegundir og einkenni fornsagna
Eins og áður segir var stunduð fjölbreytt sagnaritun á miðöldum. Margskonar textar hafa varðveist í handritum þó Íslendinga sögur séu einna þekktasta bókmenntagreinin. Vert er að kynna hina blómlegu bóklist miðalda betur fyrir nemendum með stuttum textadæmum og útskýringum á hverri grein fyrir sig.

  • Frá hverju ætli sé sagt í heilagra manna sögum?

  • Segja postula sögur af fleiru en postulunum?
  • Af hvaða konungum er sagt í konunga sögum? Eru engar drottningar aðalpersónur í sögum?

  • Af hverju eru biskupa sögur og Sturlunga saga kallaðar samtímasögur? Eru þær ekki eldgamlar?

  • Er einvörðungu sagt frá Íslendingum í Íslendinga sögum? Hvenær urðu Íslendingar eiginlega Íslendingar?

  • Hvers konar riddarar skyldu vera söguhetjur í riddara sögum?

  • Ætli sé sagt frá skrímslum og óvættum í fornaldar sögum?

  • Gerðust einhver ævintýri á miðöldum sem gaman er að lesa í Miðaldaævintýrum?

Til kennarans
Margar tegundir sagna má finna í Netútgáfunni á http://www.snerpa.is/net/
Þessi hluti er í vinnslu en til stendur að setja inn textadæmi og skilgreiningar á hverri bókmenntagrein á næstunni.