| FORSÍÐA | SAGAN | HANDRITIÐ | KENNSLUEFNIÐ | MYNDASAFNIÐ | VEFTRÉ |
 
Forsíða > Kennsluefnið > Um miðlun sagna > Fjölbreytt sagnalist > Þemaverkefni
 
    Miðlun að fornu og nýju »
Bókaframleiðsla »
 
  Um miðlun sagna »
  Sögð og skrifuð saga »
  Fjölbreytt sagnalist »
      Umræðuefni »
 
    Hópverkefni »
 
    Þemaverkefni »
Kveðskapur »
 
Lestur af bók »
Afþreying fyrr og nú »
 
Barnaefni »
Sagnaefni og myndmiðlar »
 
 
 
 
 
   
Prentvæn útgáfa

Þemaverkefni

Frásagnarformúlur í sögum

Til kennarans

Kynna má frásagnarformúlur, t.d. frásagnarliði ævintýra (Propp), og hvernig regluleg niðurröðun þeirra hjálpar til við varðveislu frásagna í munnlegri geymd. Sýnt hefur verið fram á að þjálfað sagnafólk getur munað og flutt æði langar frásagnir með þessari tækni. Frásagnarformúlur geta bæði átt við um munnlegar og ritaðar frásagnir. Með verkefnum eru nemendur fyrst þjálfaðir í greiningu frásagnarliða í skrifaðri sögu, því næst látnir fylla upp í formið með eigin ritun en að síðustu eiga þeir að athuga hvort formgerð sagna í myndmiðli geti einnig lotið sömu lögmálum, þ.e. raðast eftir kerfi Propps.

Umræðuefni

Oft fjalla sögur um sammannlega reynslu sem höfðar til fólks á ólíkum tímum, svo sem togstreitu milli réttrar breytni samkvæmt kröfum samfélagsins annars vegar og eigin óska eða vilja hins vegar.

  • En hvað einkennir sögur og hvað felst í að segja sögu?

  • Hversu löng þarf frásögn að vera til að teljast saga?

  • Þarf saga ef til vill að hafa einhvers konar form, t.d. þekkt upphafsorð eins og „Einu sinni var ..." eða „Það er upphaf á sögu þessari . . ." eða lúta einhverri formúlu í frásögninni?
Þemaverkefni
Skipta má bekknum í hópa sem ýmist vinna eitt eða öll verkefnin. Nauðsynlegt er að byrja á innlögn með því að kynna frásagnarliði Propps og nota greiningu á Búkollu sem dæmi. Brýna þarf fyrir nemendum að sjaldnast komi allir frásagnarliðir fyrir í einni sögu. Sagan af Rauðhettu gæti legið til grundvallar 1. lið verkefnisins. Í 2. lið þarf hópurinn að koma sér saman um söguþráð og helstu persónur en sagan mætti gerast í samtímanum og vera frásögn af reynsluheimi nemenda.
  1. Greinið söguna af Rauðhettu skv. frásagnarliðum Propps.

  2. Búið til sögu sem fylgir formi Propps.

  3. Notið frásagnaliði Propps til að greina bíómyndir, t.d. Pirates of the Caribian eða Disney-myndir á borð við Aladdin eða Fríðu og dýrið

Smellið hér til að skoða ævintýramynstur Propps >>

Smellið hér til að skoða greiningu ævintýra >>