Prentvæn útgáfa
Hópverkefni
Þrymskviða í máli og myndum
Gamankvæðið Þrymskviða er eitt eddukvæðanna. Í kvæðinu skiptast á frásögn og samræður (sviðsetningar) og er það því kjörið til leiklestrar. Sama efni má finna í teiknimyndasögu sem ber nafnið Hamarsheimt en það gæti hentað þeim sem eiga erfitt með að lesa forna texta.
- Veljið nemendur í hlutverkin í Þrymskviðu og leiklesið kvæðið í bekknum. Ræðið hvort kvæðið hafi verið leikið eða lesið á sínum tíma þegar það var flutt á sagnaskemmtunum.
- Endurskrifið textann á nútímalegri íslensku, staðsetjið atburðarásina í samtímanum og flytjið kvæðið á þann hátt. Ef vill má fyrst segja stuttlega frá Þrymskviðu og ástæðu þess að þrumuguðinn Þór klæðist kvenfötum í inngangi að leikgerðinni.
Til kennarans
Skemmtileg hreyfimyndasaga úr Þrymskviðu er aðgengileg á netinu. Við hana eru orðskýringar sem gott er að styðjast við ef orðfærið reynist nemendum erfitt.
|