Prentvæn útgáfa
Menntun á miðöldum
|
|
Kennari les upp úr bók |
Upphaf menntunar
Skólahald var
með allt öðrum
hætti fyrr á tímum
en nú tíðkast.
Víst er að skólar
fyrirfundust ekki meðal
víkinga og landnámsmanna en
með kristnitökunni
varð þörf á bóklegri
menntun hér á landi
eins og í öðrum
löndum sem tóku
kristna trú og í kjölfarið fylgdi
skólahald.
Nýr siður - breyttar áherslur
Miklar breytingar urðu í samfélaginu þegar tekin var ný trú árið 1000. Fram að þeim tíma hafði fólk búið í bóklausu samfélagi, geymt ýmiss konar þekkingu, sögur og kvæði í minni sínu og miðlað því munnlega, með frásögn. En auk nýrra trúarbragða barst ný þekking og verkkunnátta í bókagerð og ritlist til Íslands. Mennta þurfti fólk í lestri, skrift og bókagerð svo það gæti kynnt sér efni Biblíunnar sem kristin trú byggir á, miðlað boðskap hennar áfram til landsmanna og skrifað upp nýjar bækur.
Tilvonandi prestar voru þeir fyrstu sem hlutu einhverja bóklega menntun því nauðsynlegt var að mennta innlenda presta til að boða nýja trú. Á meðan engir íslenskir prestar voru í landinu þurfti að fá presta frá útlöndum til að kenna prestsefnum en einnig var nauðsynlegt að fræða landsmenn um kristinn sið og skíra þá. Fyrst í stað hefur kennslan verið óformleg og líklega í algjöru lágmarki en smám saman hefur komist meiri festa á kennslu prestsefna og vísir að skólum orðið til. En hvernig voru fyrstu skólarnir? Stóðu þeir öllum opnir eða voru þeir aðeins fyrir útvalinn hóp?
|
|
Með tilkomu fleiri nemenda í dómskólum og háskólum á miðöldum þurfti að búa til fleiri bækur. Hér sést Henry of Germany halda fyrirlestur fyrir hóp nemanda í háskólanum í Bologna, hugsanlega elsta háskóla Evrópu. Handritið er prússneskt frá 14. öld. |
Fyrstu skólarnir - Prestaskólar
Fimmtíu árum eftir kristnitöku voru ekki enn til sérstakir skólar á Íslandi fyrir tilvonandi presta. Ísleifur Gissurarson fór því til Þýskalands, í fylgd föður síns, til að hefja nám þar en var að því loknu vígður til prests. Hann varð síðan fyrsti íslenski biskupinn með aðsetur í Skálholti. Frásagnir af skólahaldi í handritum eru af skornum skammti en þær eru þó helst að finna í sögum af biskupum.
Sagt er frá því að Ísleifur hafi stofnað skóla í Skálholti til að mennta presta. Ólíklegt er að sá skóli hafi verið nokkuð í líkingu við skóla nútímans. Sérstakt skólahús eða kennslustofur hafa líklega ekki verið í Skálholti og nemendur hafa verið fáir og líklega hlotið einkakennslu.
Fleiri Íslendingar fetuðu í fótspor Ísleifs og fóru til útlanda í nám, einn þeirra var Gissur sonur hans sem tók við biskupsembætti af föður sínum þegar hann lét af störfum í Skálholti. Jón Ögmundarson var meðal þeirra sem lærðu hjá Ísleifi í Skálholti en að því loknu fór hann í framhaldsnám erlendis. Þegar heim var komið var stofnaður annar biskupsstóll að Hólum og hann gerður að biskup þar. Í sögu Jóns er sagt frá því að hann hafi fljótlega stofnað prestaskóla á Hólum.
Skólarnir í Skálholti og á Hólum voru fyrst og fremst prestaskólar. Skólahald þar var í fyrstu óformlegt en er tímar liðu varð það formlegra og líkara því sem nú þekkist. Skólar voru ekki reknir sem sérstakar stofnanir eins og tíðkast nú fyrr en á 13. öld. Biskuparnir voru ábyrgir fyrir menntun presta og því fór einhver menntun fram við biskupsstólana frá upphafi en ómögulegt er að segja hvort samfellt skólahald hefur farið þar fram. Það hefur verið undir hverjum biskupi komið hversu mikill metnaður var lagður í skólahald á hverjum tíma. Jón helgi og Lárentíus Kálfsson Hólabiskupar virðast hafa haft áhuga á að halda úti góðum prestaskóla á Hólum.
Orðið "skóli" er að finna í handritum en það hafði miklu víðtækari merkingu en nú á tímum. Talað var um að biskup eða prestur héldi skóla ef hann kenndi nemendum í einkakennslu. Í þannig tilfellum hefur ekki verið um sérstaka skólabyggingu að ræða, hópkennslu né fasta stundatöflu heldur hafa lausir staðir verið notaðir þegar tími vannst til.
|
|
Á síðu úr Mósebókum frá lokum 14. aldar les skólasveinn á bók og fylgir línum með prjóni. Kennari hans reiðir vönd til höggs en við kennslu var barsmíðum mikið beitt. Höfundaréttur: British Library. |
Stórbýli og fræðasetur
Kennsla á vegum biskupsstóla og klaustra var öðru fremur ætluð tilvonandi þjónum kirkjunnar, en kennsla fór víða annars staðar fram í landinu. Þegar leið á 12. öldina fjölgaði menntuðum mönnum á Íslandi sem annað hvort höfðu lært í skólum eða klaustrum erlendis eða af þeim Íslendingum sem þegar höfðu menntað sig. Í kringum 1200 voru því margir bændur orðnir læsir og skrifandi auk þess sem prestar og djáknar voru orðnir afar fjölmennir og því var engin nauðsyn á að senda unglinga að heiman til náms þegar menntaðir menn heima fyrir gátu annast kennsluna.
Það var einkum á stórbýlum og kirkjustöðum sem þessar menntunaraðstæður voru fyrir hendi. Í upphafi kristni á Íslandi var ekki einungis skortur á prestum heldur var mikill hörgull á kirkjum í landinu. Margir efnaðir bændur létu því byggja kirkjur á jörðum sínum og komu sonum sínum til prestmennta. Um og eftir 1100 var ekki lengur skortur á prestum en sú hefð hafði skapast að sonum bænda byðist prestmenntun án þess að ætla sér að starfa sem prestar.
Lærdómsmenn tóku pilta í læri heima fyrir. Sæmundur fróði í Odda var einn þessara manna en viðurnefnið bendir til þess að hann hafi þótt fróðari en flestir sökum menntunar sinnar og að hún hafi verið sjaldgæf. Ari fróði sem skrifaði Íslendingabók á fyrr hluta tólftu aldar, m.a. fyrir Sæmund, bar sama viðurnefni og hann. Eiginkonur og dætur höfðingja hafa hlotið tilsögn í lestri og skrift heima fyrir er fram liðu stundir en heimildir um slíkt eru elstar frá 15. og 16. öld.
|
|
Kennari leiðbeinir áhugasömum nemanda |
Heimafræðsla
Nú hefur verið greint frá þeirri bóklegu menntun sem þótti nauðsynleg undirstaða lestrar og skriftarkunnáttu. Hún fór fram í sérstökum prestaskólum og klaustrum en einnig að hluta til inni á heimilunum. Mikill hluti náms á miðöldum fór fram heima fyrir og í einkakennslu og það var ekki fyrr en nokkur hundruð árum seinna að skólastarf jókst til muna með byggingu skóla sem aðgengilegir urðu fleirum en aðeins afmörkuðum hóp og markvissri útgáfu námsbóka.
En hvað lærðu venjulegir krakkar á þessum tíma? Fæstir krakkar lærðu á bækur á þessum tíma, stelpur alls ekki og aðeins strákar sem áttu ríka foreldra. Lítill tími gafst til að læra þar sem krakkar byrjuðu mjög ungir að vinna við bústörfin. En krakkar hafa lært sögur, vísur og kvæði af afa og ömmu og ýmsa sálma og bænir utanbókar eins og Faðir vorið og trúarjátninguna en í gömlu lögunum, Grágás, stendur skrifað að það sé skylda allra. Sagnaskemmtanir voru vinsælar samverustundir. Það var ekki fyrr en á 16. öld sem bókleg menntun varð almennari þegar skriffæri urðu ódýrari.
Klausturskólar
Skólahald fór einnig fram í klaustrum en fyrstu klaustrin voru stofnuð á 12. öld. Tilvonandi munkar og nunnur þurftu að læra latínulestur, tíðasöng, bænir, íhugun og þær reglur sem giltu í hverju klaustri. Þessi menntun hefur þó ekki öll verið bókleg heldur hafa nemendur lært af kennurum sínum með því að fylgjast með þeim. Bóklestur og skrif var þó stór hluti af þeirri vinnu sem munkar og nunnur leystu af hendi en nokkrir nafngreindir höfundar og skrifarar miðalda á Íslandi voru munkar.
Tilvonandi prestar hafa einnig hlotið menntun í klaustrum en margir munkar og flestir ábótar voru prestmenntaðir. Unglingsdrengir sem ekki ætluðu sér að verða prestar hafa hugsanlega hlotið einhvers konar skólavist í klaustrum en fyrirkomulagið hefur þá eflaust verið þannig að klausturprestur heimsótti piltinn regluleg og kenndi honum heima fyrir. Eini möguleiki kvenna á menntun framan af var að ganga í klaustur og gerast nunna en það gátu aðeins efnaðar konur því það var einnig dýrt að ganga í klaustur.
(Guðfræði var hornsteinn menntunarinnar
og aðalkennslugreinin! Arfur frá síðrómverska
keisaratímanum þar sem lögfræðin
var í fyrirrúmi, bókleg menntun var í nýtt þágu
kristni enda byggt á bók, ólíkt
annarri menntun eða fræðslu?)
Karl mikli keisari rómverska ríkisins árið 800
en hafði stuttu áður gefið út þá tilskipun
að í hverju biskupsdæmi og hverju klaustri
skyldu kenndir Davíðssálmar, nótnalestur
og söngur en jafnframt reikningslist og málfræði
sem töldust raunar til hinna frjálsu lista. Á miðöldum
var hinum frjálsu listum skipt í annars vegar þríveginn
og hins vegar fjórveginn eftir því hvort
fengist var við orð eða hluti.
Þrívegurinn voru þær greinar þar
sem fengist var við tungumálið, grammatica
eða málfræði, þar sem latínan
var kennd, dialectica eða rökfræði, þar
sem mönnum var kennt að aga hugsun sína,
og rhetorica eða mælskulist þar sem kennt
var hvernig ætti að koma henni frá sér í viðeigandi
búningi. Á Íslandi voru voru þessar
greinar stundum nefndar latínulist, þrætubók
og málsnilld til forna.
Fjórvegurinn voru þær greinar sem fengust
við hluti, arithmetica eða tölvísi, geometrica
eða flatarmálsfræði, astronomia eða
stjörnufræði og musica eða tónfræði.
Samsetning þessara fjögurra greina er ævaforn,
hefur verið rakin til skóla Pýþagórasar á Sikiley
um 500 f. Kr. en ástæða þess að tónlist
og stærðfræði var sett undir sama hatt
var sú að tónlist var jafnframt hlutfallareikningur
og stjörnufræðin var e.k. hagnýt rúmfræði þar
sem menn reiknuðu út tímatal. Í sameiningu
gengu greinarnar undir nafninu hinar sjö frjálsu
listir (septem artes liberalis), stundum einnig höfuðíþróttirnar
sjö.
Verðandi prestar lærðu ekki endilega allar
höfuðíþróttirnar, mestur tími
fór í að læra að tala og skrifa
latínu, kennslubækurnar voru þá gjarnan
fornir textar skálda og sagnaritara. Guðfræðinámið snérist
um lestur og túlkun biblíunnar en merkingarsvið hennar
voru fjögur, historia eða bókstafleg merking,
allergoria eða dulin merking, tropologia eða siðferðileg
merking og anagogia eða andleg merking. (Stafurinn söguna
sýnir, launsögnin hverju skal trúa, siðferði
hvað ber að gera, andleg merking hvert stefnir. Bls.
9)
Við túlkun var stuðst við kirkjufeðurna,
en þeim bar ekki alltaf saman þannig að á 12. öld
fóru menn að safna saman andstæðum túlkunum
og skoðunum (sententia) á atriðum eða
spurningum (quæstio), leysa álitamál
með rökgreiningu (determinatio) og skipa þeim
niður í efnisröð (summa). Þetta
er upphafið að aðferðum skólaspekinnar
sem beitt var á 13. öld, þekktasta afsprengið er
safn Péturs Langbarða frá því um
1160, Sententiarum libri quattuor, sem notað var sem
kennslubók í guðfræði langt fram
eftir öldum. Á 12. öld hafði samfélag
kennara og nemenda við dómskóla helstu
dómkirkna í stærstu borgum þanist
svo út að farið var að tala um universitas
magistrorum et scolarium eða háskóla. Við guðfræðina
bættist nám í læknisfræði
og lögfræði en fram eftir öldum voru þrjár
háskóladeildir við skólana, heimspekideildin,
sú fjórða, var fyrst undirbúningsdeild
sem kenndi höfuðlistirnar sjö.
Sumir skólar sérhæfðu sig á einhverju
sviði eins og lagaskólinn í Bologna, læknaskólinn í Montpellier
en höfuðvígi guðfræði og heimspeki
var lengst af í háskólanum í París
en Oxford fylgdi fast á eftir. Ekki er víst
hvenær fast skólahald hefst á Íslandi, Ísleifur
biskup kenndi í Skálholti (1056-1080) og hefur
líklega sinnt nauðsynlegri undirstöðu
prestmenntunar.
Um skólahald á Íslandi á vefnum: Ísleifur
og synir hans, Gissur biskup og Teitur fóstri Ara
fróða, auk þess Sæmundur fróði
i Odda.
Jón Ögmundsson biskup á Hólum (1106-1121)
og skólahald hans. Kennarar fengnir frá Lundi,
annar gauskur, Gísli Finnason, en hinn frankneskur,
Rikinni, sem kenndi söng. Í Jóns sögu
kemur fram að préedikanir hafi gegnt því hlutverki
að uppfræða alþýðu í trúarlærdómi,
líklega hefur menntunin í Hólaskóla
miðast við latínu, ritningalestur og söng.
Tveimur öldum síðar er Lárentíus
Kálfsson biskup og virðist allt með sama sniði.
Skólahald á Íslandi bundið við klaustur
og dómkirkjur en framhaldsmenntun urðu menn að sækja
til annarra landa, hér voru engir háskólar. Þeir Þorlákur
helgi og Páll Jónsson Skálholtsbiskupar
fóru báðir ytra. Prestar hafa kennt þó ekki
væri formlegt skólahald, eins og fram kemur í Prestssögu
Guðmundar góða, en auk þess er vitað að Ólafur
hvítaskáld hélt skóla í Stafholti í Borgarfirði
um miðja 13. öld. Skólahald við báða
biskupsstóla snemma á 13. öld, þeir
skólar og námsefni þeirra, hafa a.m.k.
að einhverju leyti verið sambærilegir við það sem
gerðist annars staðar.
Nýlendumenning
Ísland var nýlenda í þeim skilningi
að hingað fluttu menn af ólíku þjóðerni
í óbyggt land og stofnuðu nýtt þjóðfélag.
Slík samfélög varðveita gamlan menningararf
oft betur en gert er í gamla landinu en þar verða
sögur og kveðskapur frekar fyrir áhrifum eða
týnast. Þær varðveitast í nýja
landinu sem hluti af minningum þeirra sem fara því
fólk heldur fastar í þær fjarri
föðurlandinu.
Eddukvæðin má nefna sem dæmi því
þau hafa hvergi varðveist annars staðar en hér.
Þau fjalla um persónur og atburði sem gerast
á fjarlægum stöðum til forna en einnig
goðsagnir gamals átrúnaðar. Kvæðin
eru meginheimild um trúarhugmyndir norrænna manna
frá því fyrir kristni.
Annað einkenni nýlenduþjóða er
áhugi á upphafssögu þjóðarinnar.
Landnámsmenn hafa varðveitt sagnir um uppruna sinn,
arfsagnir eða munnmælasögur sem gengu manna
á milli. Sumt var geymt í ættartölum
en þeim fylgja oft stuttar en kjarnmiklar frásagnir
af landnámsmönnunum og niðjum þeirra
sem nánar er sagt frá í Íslendingasögum..
Varðveitt handrit Landnámabókar sem fjallar
um landnámsmennina, hvaðan þeir komu og hvar
þeir námu land og Íslendingabókar
sem segir frá helstu atburðum frá landnámi
fram á daga ritarans sýna okkur áhuga
12. aldar manna á að skrá þessar sögur
af uppruna sínum. Nýlendumenning varðveitir
þannig gamlar sagnir og skapar nýjar en í
þann sagnasjóð sóttu menn þegar
ritmenning hélt innreið sína.
Handrit Íslendingabókar
Þjóðarsöguritun 12. aldar sést
t.d. á ritun Íslendingabókar, Landnámu
og Kristnisögu.
Skálholtsannál í AM 420 a 4to
Annálaritun hefst á 12. og 13. öld en
ritun þeirra og sagnaritun fylgjast gjarnan að.
Elsta saga sem varðveist hefur og geymir frásagnarbókmenntir
er einmitt Veraldar saga frá 12. öld sem rekur
sögu heimsins á annálskenndan hátt
Íslenskt þjóðskipulag
Íslenskt þjóðskipulag var framan
af miðöldum ólíkt því
sem gerðist í Evrópu. Hér voru ekki
kóngar og hirðmenn sem réðu ríkjum
heldur voru háð sameiginleg þing manna sem
lutu sömu lögum. Þess vegna vildu eða
þurftu menn að eiga lögbækur til að
þekkja rétt sinn.
Mikilvægi laga sést á því
að lögbækur eru oft veglegar bækur, vandað
var til skinns í þær og oft hafðar
skreytingar í þeim. Margar lögbækur
hafa varðveist, eflaust vegna þess hve algengar
eignir þær voru og af því að
vel var passað upp á þær. Sömu
lög giltu oft lengi, jafnvel öldum saman eins og
Jónsbók, sem sett var í lög 1281
og enn finnast ákvæði úr í
lögum.
Mynd af Reykjabók Jónsbókar í
AM 345 fol sem sýnir dómstörf
Jónsbók hefur varðveist í fleiri
uppskriftum en nokkuð annað rit frá miðöldum,
í yfir 200 handritum. Til samanburðar má
nefna að Eddukvæðin eru flest einungis til í
einu handriti sem kallað er Konungsbók
Mynd af fornbréfi
Með gildistöku Jónsbókar árið
1281 var sett í lög að eignaskráning
og -skipti, sem og máldagar hjóna skyldu rituð
og geymd í bréfum og vottuð með innsiglum.
Um 1600 varð algengara að bréf væru vottuð
með undirskriftum. Þúsundir slíkra
fornbréfa eru til vegna þess að þau
votta um eigendur og landamörk jarða. Bréfin
voru varðveitt vel og ekki er langt síðan fornbréf
var síðast notað í dómsmáli
um eignarrétt.
|