Opna úr Staðarhólsbók Grágásar
Grágásarhandritin tvö sem hafa að geyma íslensku þjóðveldislögin gömlu og skrifuð voru um miðja 13. öld og á seinni hluta 13. aldar,
stuttu áður en Jónsbók var lögleidd (1281), geyma nokkuð af skreyttum upphafsstöfum þó enga myndstafi sé þar að finna. Þrátt fyrir
að víða hafi einungis verið skrifaðir upphafsstafir án nokkurra skreytinga má finna síður sem þessar með aragrúa litríkra, flúraðra
upphafsstafa. Stíll skreytinganna er í ætt við rómanskan stíl.