|
Prentvæn útgáfa
Hvað var skrifað fyrst?
|
|
Guðsorð: Útskýringar á biblíutextum og þýddar sögur af heilögum mönnum voru skrifaðar á íslensku og lesnar upp til að efla kristni meðal fólks því margir voru ólæsir. Þess vegna voru sögur líka sagðar með myndum sem skýrðu efni biblíunnar eins og þessi mynd af sköpunarsögunni sem er úr Íslensku teiknibókinni AM 673a III 4to frá 15. öld. |
Málstýring við upphaf ritaldar
Í
slenska hómilíubókin sem varðveitt
er í Stokkhólmi undir safnmarkinu Stokk. Perg.
4to nr. 15, er með elstu heilu bókum sem varðveist
hafa á íslenska tungu, talin rituð um 1200.
Fátt er vitað um sögu bókarinnar fram
að þeim tíma er sendimaður Svía,
Jón Eggertsson frá Ökrum í Skagafirði,
fékk hana til kaups veturinn 1682-83 og flutti hana
með sér til Svíþjóðar.
Flestum þeim fræðimönnum sem lesið hafa
texta þessarar fornu bókar ber saman um að orðfæri
hennar sé fádæma gott. Enda þótt
lærð hógværð einkenni eftirfarandi
klausu lýsir hún mæta vel tilgangi þeim
er fyrir skrifaranum vakti með ritun predikana á móðurmálinu:
Menn þeir er bera kennimannanöfn og vígslur
yfir ólærðum mönnum, þeir eru
skyldir að þjóna Guði skapera sínum á öllum
hátíðum með tvinnri þjónustu. Þeirri
annarri að veita tíðagjörð í heyrn
yður slíka sem til hverrar hátíðar
er gjör á bókum og reka svo erindi yðart
við Guð að halda fyr yður bænum þeim,
er til eru settar.
En sú þjónusta önnur er oss boðin
við Guð á helgum tíðum, að vér
skulum hans erindi reka við yður og kynna yður
miskunn þá alla, er hann hefir oss veitt í burð sínum
og hérvist sinni og písl og upprisu af dauða
og þeirri skipun margfaldri, er þeim jarteinum
fylgdi. Ættim vér og að kynna yður boðorð hans,
hve hann vill, að vér skipim voru athæfi, þess
er vér megim þá farsælu nýta
oss, er Kristur sjálfur hefir oss til boðið.
Nú þó að vér séim mjög
vanbúnir til hvorrar, sem vér fremjum, guðsþjónustu, þeirra
er nú hefi eg til tíndar, þá verður þó að hvoru
yður það allra auðsýnst, hve mjög
vér erum vanbúnir við því að,
er vér skulum Guði þjóna á þá tungu
og á þá mállýsku, er ér
kunnuð jamt skilja og um að mæla sem vér. Þurfum
vér fyr því of þann hlut einkum
mest yðvarrar vorkunnar og þess, að ér
færið þau orð áleiðis, er
vér vildum mæla til þurftar öllum
oss, þó að ér finnið á því sanna
málstaði, að eigi sé öllu málinu
orðfimlega farið eða sköruglega. Vitum vér þess
von ofvalt, er vér mælum fyr mörgum mönnum,
að þeir munu ór orð heyra flestir, er
bæði munu betur búnir að viti og að máli
en vér séim.
|
|
Lög: Íslendingar stofnuðu Alþingi árið 930 og settu sér lög. Elstu lögin, þjóðveldislögin hafa verið nefnd Grágás. Fyrst voru lög geymd í minni en fljótlega fóru menn að skrá þau á skinn. Í Grágás er stuðlasetning algeng sem bendir til munnlegrar varðveislu. Myndin er úr öðru aðalhandriti gömlu þjóðveldislaganna, Kongungsbók Grágásar Gks. 1157 fol frá því um 1250. |
Verkefni kristinna kennimanna liggur ljóst fyrir, þjónusta þeirra
er fólgin í að reka erindi millum guðs
og hjarðar hans, – á því máli
sem alþýðan getur bæði skilið og
mælt um, til jafns við lærða menn. Línurnar úr Íslensku
hómílíubókinni gefa greinilega
til kynna að kennimenn hafi í árdaga íslenskrar
kristni ástundað það sem í félagsmálfræði
kallast language planning en nefnt hefur verið málstýring á vora
tungu. Undanfarið hefur Kristján Árnason
ritað allnokkuð um upphaf íslensks ritmáls
og íslenskrar málstefnu, og m.a. þýtt
og skilgreint hugtakið málstýringu á eftirfarandi
hátt: „það er þegar málnotendur
og hópar málnotenda taka um það ákvarðanir
eða velja jafnvel ómeðvitað hvernig þeir
nota mál, tala eða vilja að aðrir tali.“ Hugtakið málstýring
er upprunalega sótt í smiðju Einars Haugen í tengslum
við greiningu hans á norskri málpólitík
en samkvæmt honum eru forsendur málstýringar
alla jafna þær að brugðist sé við e.k.
vanda (problem) á þann hátt að þeir
sem taka ákvarðanir (decision-makers) meti (evaluation)
valkosti (alternatives) og útfæri (implementation)
síðan ákvörðun sína í kjölfarið.
Yfirlýsingin í Íslensku hómilíubókinni,
ber vitni um ákvörðun forsvarsmanna hinnar
ungu kristni í landinu, sem eftir að hafa metið valkosti
sína í þeirri vandasömu stöðu
að hefja trúboð og lærða bókiðju í landinu,
kusu að nota þjóðtunguna í þjónustu
guðs. Ákvörðun af þessu tagi, er
einnig nefnd stöðustýring innan félagsmálfræðinnar,
en hugtakið vísar til þess er uppi eru hugmyndir
og aðgerðir til að hafa áhrif á stöðu
mismunandi tungumála eða málafbrigða í samfélagi.
Kristján Árnason hefur í nýlegum
skrifum sínum stuðst við líkan Haugen
til að greina þróun eða ferli málstöðlunar í tengslum
við upptök íslensks ritmáls. Einnig
hefur hann bent á að rétt sé að gera
skýran greinarmun á formi og hlutverki eða
fúnksjón málsins þar sem málverndarsjónarmið geti
beinst gegn tvenns konar vanda, annars vegar gegn umdæmisvanda,
er tekur til notkunarsviðs málsins, þ.e.
til hvers það sé notað og hvaða
hlutverkum það gegnir eða getur gegnt, en hins
vegar gegn formvanda sem nær til þess verkefnis
að gera málið nothæft, t.d. í vísindum.
Að mati Haugen fara eftirfarandi fjögur stig fram
við mótun staðals en ferlið á sér
gjarnan stað í röklegu samhengi og ákveðinni
tímaröð:
1) Val á viðmiði – þ.e. hvaða
málafbrigði verður fyrir valinu sem staðall.
2) Skráning – eða skilgreining á formi
viðmiðsins, hvað er rétt mál og
rangt.
3) Viðtaka – sem lýtur að viðurkenningu
málhafanna á staðlinum.
4) Þróun eða ræktun – e.k. útfærsla þannig
að staðalinn er notaður víðar, þróun
orðaforðans.
|
|
Fræði: Íslendingar skráðu snemma sagnfræði, málfræði, stjörnufræði, tímatalsfræði og dýrafræði. Þessi fíll er í alfræðibókinni Physiologus AM 673a I 4to frá því um 1200, náttúrufræðiriti sem samið var í Alexandríu á fyrstu öldum eftir Krist. Það fjallar einkum um furðulega eiginleika ýmissa dýra, raunverulegra eða úr heimi þjóðsagna. Ritið var mjög snemma þýtt á íslensku og er til í handritsbrotum frá því um 1200. |
Kunn eru orð Fyrsta málfræðingsins,
sem setti löndum sínum latínustafróf í lærðri
ritgerð um miðja 12. öld: „til þess
að hægra verði að rita og lesa sem nú tíðist
og á þessu landi bæði lög og áttvísi
eða þýðingar helgar eða svá þau
hin spaklegu fræði er Ari Þorgilsson hefir á bækur
sett af skynsamlegu viti.“ Kristján Árnason
hefur varpað fram þeirri kenningu að í árdaga íslenskrar
ritmenningar hafi þegar verið til málstaðall,
sem trúlega gilti fyrir hið vestnorræna
málsvæði, og birtist m.a. í þeirri
staðreynd að val á viðmiði virtist
alls ekki flækjast fyrir Fyrsta málfræðingnum
við gerð fyrrnefndrar ritgerðar. Skráninguna,
eða skilgreiningu á formi viðmiðsins,
telur Kristján að finna í rúnaristum
og munnlegri geymd t.a.m. lagatexta og skáldskaparmáls
dróttkvæða. Tilvitnuðu orðin úr Íslensku
hómilíubókinni bera ótvírætt
vott um viðtöku, og þar með viðurkenningu,
kirkjunnar á staðlinum, en í kjölfar
hennar hófst þróun og útfærsla
hans, eða með öðrum orðum hið mikla þýðingarstarf
innlendra lærdómsmanna þar sem hinn viðurkenndi
málstaðall var lagður í deiglu ásamt
með latínuhefð kristins lærdóms.
Orðalagið á þá tungu og þá mállýsku úr
texta hómilíunnar er athyglisvert í þessu
samhengi þar sem það gæti vísað til þess
að gerður hafi verið greinarmunur á tvenns
konar máli við þjónustu guðs á þjóðtungunni, þá annars
vegar staðlaða ritmálinu, tungunni, en hins
vegar þeim málafbrigðum, eða mállýskum,
sem áttu staðalinn sameiginlegan. Ef sá skilningur
er réttur vísar setningin til þess að kirkjunnar þjónar
hafi þurft að hafa á valdi sínu lestur
og ritun staðalmálsins en jafnframt færni í að flytja
innihald rituðu textanna á mállýsku
sóknarbarna sinna.
Þýðingum helgum má skipta í tvennt,
annars vegar frásagnir en hins vegar ýmis rit
er varða trúfræði og siðfræði.
Eftirtalin þýðingar eru taldar frá 12. öld
(og um það bil).
Helgisögur voru snemma færðar í letur,
s.s. Niðurstigningar saga, Maríu saga og postulasögur
en auk þess heilagra manna sögur á borð við Palcitus
en af honum er einnig varðveitt mikil drápa. (Sögur
af Þorláki biskupi og Ólafi helga falla
hér undir, spurning hvort þær voru samdar á norrænu
eða latínu?)
|
|
Ættvísi: Ættartölur eru raktar í Landnámu en koma fyrir í mörgum Íslendinga sögum. Það bendir til þess að töluverður fróðleikur hafi verið til í landinu um ættir manna frá því fyrir landnám þó hann hafi ekki varðveist í sérstökum ættarskrám. Myndin er af elstu varðveittu Landnámu í Hauksbók AM 371 4to frá fyrri hluta 14. aldar. |
Prédikanir hafa varðveist í s.k. hómilíubókum,
einni norskri og annarri íslenskri, sem eru ólíkar
að uppbyggingu, allt fylgir kirkjuárinu í þeirri
norsku en hinn mesti glundroði ríkir í hinni íslensku.
Málfar þessara fornu þýðinga þykir
hins vegar feikifallegt.
Samræður eða Dialogus Gregoríusar innihalda
siðferðilegar dæmisögur sem hann er látinn
segja Pétri lærisveini sínum. Margar
sögur af Benedikt frá Núrsía vekja
hugrenningar um að Benediktsmunkar gætu hafa átt
hlut að þýðingunni. Dialogus hefur verið vel þekkt
rit hér á landi.
Physiologus er eins konar furðudýrafræði
(!!) með myndum þar sem táknræn merking
dýranna er dregin fram. (?)
Um kostu og löstu, rit Alkvins er varðveitt í norsku
hómilíunni
Rómverja sögur eru taldar frá s.h. 12.
aldar
Veraldar saga frá svipuðum tíma
Leiðarvísan eftir Nikulás ábóta á Munkaþverá þar
sem rakin er pílagrímsleiðin til landsins
helga. GKS 1812 4to?
Elucidarius sem er ætlað að veita yfirlit um
kristna trúfræði og veita svör við öllum
helstu ráðgátum í guðfræði
samtímans. Saminn um 1100 og með um elstu dæmum
um fasta skipan innan guðfræðinnar sem er þó talin
verk höfunarins Honoríusar heldur lærimeistara
hans Anselm frá Kantaraborg sem var þekktur ábóti
og skólameistari í klaustrinu við Bec í Normandí.
(Samræðuformið gæti verið frá Anselm)
Elucidrius fór víða og var lesinn frá 12. öld
til 15. aldar enda þýddur á flestar tungur
Vesturlanda. Ritið hætti þó fljótlega
að höfða til lærðra manna og svörin ófullnægjandi.
Elucidarius er oft innan um önnur verk í handritum,
kennslubækur eða uppsláttarverk um ritninguna,
sakramentin, messugjörð, siðfræði,
tímatal og skriftir, þ.e. undirstöðu
prestmenntunar. Álíka röðun má sjá í AM
685 d 4to. Elucidarius er annars gjarnan með ritum á borð við Um
kostu og löstu eftir Alkvin, Sýn Páls
postua, Senna lasta og dyggða og Bók um eymd mannsins á jarðríki
en þessi rit eða kaflar úr þeim eru
til í norrænum þýðingum frá miðöldum.
(handrit: AM 674a 4to, AM 675 4to, AM 685b 4to, AM 238 fol.,
AM 544 4to.)
|