Spássíumyndir

Smelltu á myndina til þess að sjá hana í fullri stærð
Stækkaðu myndina Stækkaðu myndina enn meira
Biskup með bagal og rautt mítur. Ullandi kynjaskepna skáskýtur til hans augum AM 132 4to frá upphafi 15. aldar.

Myndlist og krot í handritum
Myndskreytingar eða lýsingar í handritum er ekki aðeins að finna í myndstöfum og upphafsstöfum heldur eru jafnframt margvíslegar teikningar, skreytingar og krot á spássíum handrita, sumt hluti af upprunalegri skreytingu en annað síðari tíma viðbót. Greinileg skil verða í bókagerð á Íslandi upp úr 1400, hvað verkkunnáttu, skrift, myndlist og efni varðar. Á 14. öld verður t.a.m. margra málbreytinga vart í handritum og því er málið eftir 1400 nokkuð frábrugðið eldra ritmáli.

Lýsingar í 15. aldar handritum og síðar þykja ekki jafn glæsilegar og í eldri bókum. Skreytingarnar eru með öðru sniði en áður, viðfangsefni og stíll taka breytingum frá því sem var á blómaskeiði bókagerðar á 14 öld. Það færist í vöxt að spássíur bóka séu myndskreyttar, t.d. með teikningum sem lýsa daglegu lífi fólks, og nokkuð virðist um að lýsendur sæki fyrirmyndir í list 14. aldar. Með tímanum gætir svo áhrifa frá erlendum prentbókum á myndskreytingar í íslenskum handritum.

Lýsingar á 15. öld

Stækkaðu myndina Stækkaðu myndina enn meira

Spurt og svarað á bókarspássíu GKS 3269b 4to.

Breyttar aðstæður til bókagerðar um og eftir aldamótin 1400 höfðu áhrif á lýsingar og skreytingar í handritum jafnt sem á aðra þætti bókagerðarinnar eins og gæði skinnsins og skriftina. Um og eftir 1450 og fram til siðskipta er varðveittur fjöldi handrita. Myndskreytingar annars tveggja aðalteiknara Teiknibókarinnar sem finna má á 22 síðum handritsins eru einmitt taldar vera frá árabilinu 1450-75. Þær eru taldar til marks um að skreytilistin hafi náð sér á strik þegar komið er fram á þann tíma. Frá sama tíma hafa einnig varðveist þrettán handrit eða handritabrot sem nafnar og bræður, tveir Jónar Þorlákssynir, skrifuðu og lýstu.

Dæmi um að heilar fyrirmyndir séu teknar úr prentbókum og notaðar til lýsinga í skinnhandritum, eins og svo algengt var á 16. öld, er að finna í handritum sem þrír feðgar skrifuðu og lýstu er komið var fram á miðja 16. öld.

Smelltu á myndina til þess að sjá hana í fullri stærð
Stækkaðu myndina Stækkaðu myndina enn meira

Tvennt talast við á spássíu Heynesbókar
AM 147 4to.

Myndríkar lögbækur
Lögbækurnar Reykjabók AM 345 fol. frá seinni hluta 16. aldar og Heynesbók AM 147 4to frá lokum 15. aldar eru dæmi um bækur sem eru ríkulega myndskreyttar á spássíum af fagmönnum auk lýsinga í mynd- og upphafsstöfum. Myndir á spássíum eru ýmist í lit eða svartar pennateikningar og tengjast sumar efni bókanna en aðrar eru því alveg óviðkomandi. Myndskreytingar við lögbókartexta lýsa t.a.m. dómsmálum, sýna glæp og refsingu, hvalskurð eða fólk á leið til brúðkaups þar sem fjallað er um hjúskaparlög. Kynjaverur með ófrýnilegan svip í einkennilegum stellingum sem eiga lítið skylt við efni handritanna er einnig vinsælt myndefni.

Smelltu á myndina til þess að sjá hana í fullri stærð
Stækkaðu myndina Stækkaðu myndina enn meira
Stækkaðu myndina Stækkaðu myndina enn meira
Sjóferð á spássíu Reykjabókar AM 345 fol. Brúðkaupsreið á spássíu Reykjabókar
AM 345 fol.

Smelltu á myndina til þess að sjá hana í fullri stærð Smelltu á myndina til þess að sjá hana í fullri stærð Smelltu á myndina til þess að sjá hana í fullri stærð
Stækkaðu myndina Stækkaðu myndina enn meira
Stækkaðu myndina  Stækkaðu myndina enn meira
Stækkaðu myndina Stækkaðu myndina enn meira
Glottandi kavalíer í Heynesbók AM 147 4to. Teikningar og krot í Belgsdalsbók AM 347 fol. Spássíufólk úr Belgsdalsbók AM 347 fol.

 




© LogS
Prentað af fræðsluvefnum Handritin heima