Prentvæn útgáfa
Ritunarverkefni
Fréttatilkynning eða viðtal við „fjölmiðlafólk“
Skrifið fréttatilkynningu um fyrirtækið eða takið viðtal við:
-
Handverksmanninn Kálf Sveinsson sem er nýkominn frá Bretalandi eftir að hafa numið bókfellsgerð hjá merkasta skinnameistara þar í landi, hinum franskættaða L'Ingua Pergamentusi. Kálfur hefur sett á laggirnar bókastofuna Besta skinn sem útvegar fagmönnum sem áhugamönnum allt til handritunar og bókagerðar. Að auki munu bróðir hans, Skrif-Finnur, og kona, Lína Bókfells, taka að sér skjalaskrif, bókritun og myndskreytingar gegn hóflegu gjaldi.
-
Ritstjórann, Bylgju Símonar, nýútskrifaðan fjölmiðlafræðing sem opnaði á dögunum nýjan og öflugan netmiðil olyginn.is sem er rekinn í samstarfi við erlendar fréttastofur um víða veröld. Markmið Bylgju er að Ólyginn verði fyrstur með fréttirnar allan sólarhringinn og auglýsir hún fréttavefinn undir slagorðinu: Ólyginn sagði mér. Samstarfsmenn Bylgju við vefinn eru tölvunarfræðingurinn Hugrún Skjáfells og blaðamaðurinn Dagur Moggason.
|