| FORSÍÐA | SAGAN | HANDRITIÐ | KENNSLUEFNIÐ | MYNDASAFNIÐ | VEFTRÉ |
 
Forsíða > Kennsluefnið > Um miðlun sagna > Barnaefni > Umræðuefni
 
    Miðlun að fornu og nýju »
Bókaframleiðsla »
 
  Um miðlun sagna »
  Sögð og skrifuð saga »
  Fjölbreytt sagnalist »
  Kveðskapur »
 
Lestur af bók »
 
Afþreying fyrr og nú »
Barnaefni »
 
    Umræðuefni »
    Hópverkefni »
 
    Tilvísunarefni á vef »
  Sagnaefni og myndmiðlar »
 
 
 
 
 
 
   
Prentvæn útgáfa

Umræðuefni

Frásagnir fyrir börn

  • Voru til þrautir og gátur fyrir börn? Kunnið þið einhverjar gátur frá því þið voruð lítil?

  • Frásagnir af Grýlu og öðrum ókindum eru af gömlum toga. Hvaða hlutverki haldið þið að þær hafi gegnt í barnauppeldi?

  • Í hvaða tilgangi ætli fólk hafi farið með þulur og vísur fyrir börn?

  • Ætli til hafi verið sérstakar sögubækur fyrir börn?

  • Hvernig bækur ætli hafi verið notaðar í lestrar- og skriftarkennslu?


Til kennarans
Nefna má að frásagnir af Úlfhami voru til í rímum en úr efni þeirra var síðan skráð saga, Úlfhams saga, sem ætluð var börnum. Einnig má kynna eina elstu varðveittu barnavísuna;

Eina kann eg vísu,
Ari sat á steini.
Aðra kann eg vísu.
Ari sat á steini.
Öll er sem ein sé,
Ari sat á steini.

Nokkrar bækur með gömlum barnavísum hafa verið gefnar út á síðustu árum:
Gamlar vísur handa nýjum börnum frá 1994
Fleiri gamlar vísur handa nýjum börnum frá 1995

Barnagælur er einnig að finna á geisladiskinum Raddir, sumar þeirra eru endurfluttar á Rímur og rapp, s.s. barnagælurnar Farðu að sofa fyrir mig og Kalt er litlu lummunum í flutningi Ásu Ketilsdóttur kvæðakonu.