Frásagnir fyrir börn
Voru til þrautir og gátur fyrir börn? Kunnið þið einhverjar gátur frá því þið voruð lítil?
Frásagnir af Grýlu og öðrum ókindum eru af gömlum toga. Hvaða hlutverki haldið þið að þær hafi gegnt í barnauppeldi?
Í hvaða tilgangi ætli fólk hafi farið með þulur og vísur fyrir börn?
Ætli til hafi verið sérstakar sögubækur fyrir börn?
Hvernig bækur ætli hafi verið notaðar í lestrar- og skriftarkennslu?
Til kennarans
Nefna má að frásagnir af Úlfhami voru til í rímum en úr efni þeirra var síðan skráð saga, Úlfhams saga, sem ætluð var börnum. Einnig má kynna eina elstu varðveittu barnavísuna;
Eina kann eg vísu,
Ari sat á steini.
Aðra kann eg vísu.
Ari sat á steini.
Öll er sem ein sé,
Ari sat á steini.
Nokkrar bækur með gömlum barnavísum hafa verið gefnar út á síðustu árum:
Gamlar vísur handa nýjum börnum frá 1994
Fleiri gamlar vísur handa nýjum börnum frá 1995
Barnagælur er einnig að finna á geisladiskinum Raddir, sumar þeirra eru endurfluttar á Rímur og rapp, s.s. barnagælurnar Farðu að sofa fyrir mig og Kalt er litlu lummunum í flutningi Ásu Ketilsdóttur kvæðakonu.
© LogS
Prentað af fræðsluvefnum Handritin heima