| FORSÍÐA | SAGAN | HANDRITIÐ | KENNSLUEFNIÐ | MYNDASAFNIÐ | VEFTRÉ |
 
Forsíða > Kennsluefnið > Miðlun að fornu og nýju > Munnmenntir > Umræðuefni
 
  Miðlun að fornu og nýju »
Miðlun »
 
Upplýsingasamfélagið »
Munnmenntir »
    Umræðuefni »
    Verkefni »
    Ritunarverkefni »
      Tilvísunarefni á vef »
  Ritlist »
Bókaframleiðsla »
Um miðlun sagna »
   
   
Prentvæn útgáfa

Umræðuefni

Munnleg varðveisla fróðleiks
Við landnám flutti fólk ekki einungis með sér veraldlega hluti, s.s. búslóð, búfénað, klæðnað og matarílát heldur einnig ýmis konar þekkingu.
  • Hvernig varðveitti fólk og miðlaði fróðleik fyrir tíma bókarinnar, þ.e.a.s. á þeim 130 árum sem byggð stóð í landinu áður en ritlist hélt innreið sína?

  • Var jafn auðvelt að nálgast upplýsingar af ýmsu tagi og nú, t.d. mataruppskriftir eða snið að fötum? Hvernig fór fólk t.d. að ef það kunni ekki að prjóna sér sokka? En ef það vissi ekki hvar einhver átti heima sem það vildi heimsækja eða þurfti lögfræðiaðstoð?

 

Minnistækni nú og forðum

  • Hefur nútímafólk góð tök á þeirri minnistækni sem notuð var fyrir tíma bókarinnar?

  • Hvaða tæki hafa komið í staðinn?

  • Veltið því fyrir ykkur hvort tækin hafi leyst minni okkar af hólmi?

  • Hvað þurfum við helst að muna í daglegu lífi?