| FORSÍÐA | SAGAN | HANDRITIÐ | KENNSLUEFNIÐ | MYNDASAFNIÐ | VEFTRÉ |
 
Forsíða > Kennsluefnið > Miðlun að fornu og nýju > Munnmenntir
 
  Miðlun að fornu og nýju »
Miðlun »
 
Upplýsingasamfélagið »
Munnmenntir »
    Umræðuefni »
    Verkefni »
    Ritunarverkefni »
      Tilvísunarefni á vef »
  Ritlist »
Bókaframleiðsla »
Um miðlun sagna »
   
   
Prentvæn útgáfa

Munnmenntir

Markmið
Að nemendur átti sig á einkennum hins bóklausa samfélags og nýmæli ritlistarinnar.


Til kennarans
Þrátt fyrir að líf fólks hafi verið gjörólíkt því sem nú er, sótti það sér afþreyingu eins og við, og bókleysi kom ekki í veg fyrir að varðveita þyrfti ýmsan fróðleik. Fólkið sem kom til Íslands flutti með sér þekkingu á ætt sinni, sagnir og söngva, lög og siði, trúarbrögð og verkkunnáttu allt niður í minnstu smáatriði eins og aðferðir við matargerð eða handavinnu. Í þessum hluta fá nemendur innsýn hvernig fróðleikur var varðveittur fyrir tíma bókarinnar og þá breytingu sem tilkoma ritlistarinnar hafði í för með sér og líkja má við tæknivæðingu samtímans.

Bent er á að nauðsynlegt hafi verið að varðveita ýmsar hversdagslegar upplýsingar. Sjá einnig verkefni um Upplýsingasamfélagið, auk afþreyingar en nánar er fjallað um hana á síðunni Um miðlun sagna.