| FORSÍÐA | SAGAN | HANDRITIÐ | KENNSLUEFNIÐ | MYNDASAFNIÐ | VEFTRÉ |
 
Forsíða > Kennsluefnið > Miðlun að fornu og nýju > Miðlun
 
  Miðlun að fornu og nýju »
  Miðlun »
    Umræðuefni »
    Verkefni »
    Ritunarverkefni »
    Hópverkefni »
    Tilvísunarefni á vef »
  Upplýsingasamfélagið »
  Munnmenntir »
  Ritlist »
    Bókaframleiðsla »
    Um miðlun sagna »
Prentvæn útgáfa

Miðlun

Markmið
Að nemendur átti sig á mikilvægi miðlunar í mannlegu samfélagi og hvers konar aðferðum hægt er að beita við miðlun upplýsinga, þekkingar og afþreyingar.


Til kennarans
Fræðsluvefurinn Handritin heima er í raun dæmi um tvenns konar miðlun. Við gerð hans er beitt nútímatækni, margmiðlun, sem notuð er til að fræða um forna miðlun, þ.e. bókagerð á miðöldum. Kennari sem segir frá efni vefsins stundar svo enn eina miðlunaraðferð, munnlega frásögn. Ef tæknilegar forsendur eru fyrir hendi í skólastofunni er upplagt að nota vefinn sjálfan sem kveikju og koma þessum atriðum á framfæri í leiðinni. Nota má t.d. mynd af forsíðu Handritsins til að sýna nemendum misstór handrit.