| FORSÍÐA | SAGAN | HANDRITIÐ | KENNSLUEFNIÐ | MYNDASAFNIÐ | VEFTRÉ |
 
Forsíða > Kennsluefnið > Miðlun að fornu og nýju > Miðlun > Umræðuefni
 
  Miðlun að fornu og nýju »
  Miðlun »
    Umræðuefni »
    Verkefni »
    Ritunarverkefni »
    Hópverkefni »
    Tilvísunarefni á vef »
  Upplýsingasamfélagið »
  Munnmenntir »
  Ritlist »
    Bókaframleiðsla »
    Um miðlun sagna »
Prentvæn útgáfa

Umræðuefni

Miðlar samtímans
  • Hvað er miðill og hverju er miðlað með honum? Búið til eigin skilgreiningu á orðinu og skrifið hana niður. Flettið síðan upp í orðabók og berið ykkar skilgreiningu saman við orðabókarskilgreininguna.

  • Hvaða áhrif hafa miðlar á líf okkar og hvernig væri tilveran án þeirra?

  • Hvaða miðla nota nemendur daglega?


Samband við umheiminn

Hugsum okkur að útvarps- og sjónvarpsstöðvar sem og fjarskiptakerfi, s.s. tölvur og símar, blöð og prentmiðlar myndu eyðileggjast í einu vetfangi.

  • Hvað þyrftum við að þjálfa með okkur til að geta varðveitt og miðlað upplýsingum án allra þeirra tækja og miðla sem við teljum nauðsynlega hluta tilverunnar?

  • Hvernig gætum við komið skilaboðum frá okkur bæði fljótt og óbrenglað?

Úrvinnsla
Útbúa má veggspjald með myndum af tækjum eða hlutum til miðlunar. Myndirnar geta verið teiknaðar, klippimyndir, ljósmyndir eða tölvuunnar myndir. Kennari úthlutar mismunandi verkefnum til hópa: prentmiðlar, ljósvakamiðlar og margmiðlar.


Nýjungagjarnir Íslendingar

Oft er rætt um nýjungagirni Íslendinga og sókn þeirra í tækninýjungar. Velta má fyrir sér hvort þetta sé einkenni fornmanna sem og nútímamanna með spurningum á borð við:
  • Voru Íslendingar til forna ef til vill jafn nýjungagjarnir og nútímamenn? Hversu fljótir voru þeir t.d. að tileinka sér kunnáttu í bókagerð?

  • Hvernig barst ritlistin til landsins og hvernig nýtti fólk sér hana í samanburði við aðrar þjóðir? Skrifuðu Íslendingar minna eða meira á kálfskinn en aðrar þjóðir? Kunnu þeir að búa til jafn flottar bækur og gerðar voru í öðrum löndum?

Úrvinnsla
Setja má upp tvo dálka eða veggspjöld og bera saman eða flokka einkenni og umræðuefni. Niðurstöður má kynna, t.d. í rituðu máli, bundnu eða óbundnu, með glærukynningu í Power Point eða með upplestri.

Til kennarans
Svörin ættu að varpa nokkru ljósi á hverjir réðu yfir verkþekkingu, kunnáttu, menntun og fjármunum til að láta búa til bækur á miðöldum. Jafnframt getur kennari dregið fram sérstöðu íslenskrar miðaldamenningar og hversu mikið var skrifað á þjóðtungunni umfram það sem gerðist annars staðar. Tilgangurinn er sá að vekja spurn í hugum nemenda um hvers vegna aðstæður voru aðrar hér, sem og hvernig stóð á því að afurðir íslenskra skrifara voru jafn fjölbreytilegar og raun ber vitni.


Ný tækni nær fótfestu

  • Hvernig nær ný tækni fótfestu? Hverjir ná þá tökum á henni?

  • Hverjir eru fyrstir að tileinka sér nýja tækni og hvenær verður hún almenn?

  • Eru einhverjir seinni eða tregari en aðrir til að læra að notfæra sér tölvur og farsíma eða aðrar tækninýjungar samtímans?

  • Ræður efnahagur einhverju um tækifæri eða möguleika fólks til að tileinka sér þessa tækni?

  • Íslendingar kynntust nýrri tækni, s.s. ritlist og menntun, í kjölfar kristnitöku. Hvað ætli hafi ráðið því að tölvutæknin ruddi sér til rúms?

  • Hefði verið mögulegt að hunsa upplýsingabyltinguna á Íslandi? Hvað hefði það haft í för með sér?