| FORSÍÐA | SAGAN | HANDRITIÐ | KENNSLUEFNIÐ | MYNDASAFNIÐ | VEFTRÉ |
 
Forsíða > Kennsluefnið > Um miðlun sagna > Fjölbreytt sagnalist
 
    Miðlun að fornu og nýju »
Bókaframleiðsla »
 
  Um miðlun sagna »
  Sögð og skrifuð saga »
  Fjölbreytt sagnalist »
      Umræðuefni »
 
    Hópverkefni »
 
   Þemaverkefni »
Kveðskapur »
  Lestur af bók »
Afþreying fyrr og nú »
 
Barnaefni »
Sagnaefni og myndmiðlar »
 
 
 
 
 
   
Prentvæn útgáfa

Fjölbreytt sagnalist

Markmið
Að nemendur átti sig á algengum sagnaefnum og formúlum í frásagnarlist sem tíðkast hafa frá fornu fari og til dagsins í dag.

Til kennarans
Til að leggja grunn að verkefnum má nefna að Íslendingar skrifuðu meira á þjóðtungu sinni á miðöldum en aðrar þjóðir á sama tíma. Vísa má til þess að latína var um aldir alþjóðlegt mál menntafólks líkt og enska sem hefur nú öðlast stöðu sem alþjóðlegt mál víða á Vesturlöndum. Til að sýna muninn á íslenskri og erlendri rithefð miðalda má nefna að um gjörvalla Evrópu var mestmegnis skrifað á latínu, nema hvað lög og annálar voru yfirleitt skráð á þjóðtungum.

Til að auka enn frekar skilning nemenda á sérstöðu miðaldamenningar hér á landi má nefna helstu kenningar um tilurð Íslendinga sagna sem eru efst á baugi. Gera má nemendum grein fyrir hugmyndum um hvernig hinn erlendi lærdómur og ritmenning sem barst hingað í kjölfar kristninnar með sögum af dýrlingum og helgum mönnum blandaðist munnlegri frásagnarhefð sem fyrir var í landinu. Íslendingar áttu að líkindum sagnasjóð, ríkan af söguefnum af formæðrum og -feðrum sem fluttust til landsins frá Noregi og í samspili þessara hefða sjá margir fyrir sér jarðveginn sem sagnaritunin er sprottin úr.