| FORSÍÐA | SAGAN | HANDRITIÐ | KENNSLUEFNIÐ | MYNDASAFNIÐ | VEFTRÉ |
 
Forsíða > Handritið > Handritalestur > Skrift > Skriftardæmi
 
Handverkið »
  Handritalestur »
  Skrift »
  Stafsetning »
  Skrifarar »
  Bókaskreytingar »
  Spássíumyndir »
Varðveisla og gildi »
Stækkaðu myndina enn meira Smelltu til a f strra textabrot >>

Karlungaskrift úr broti (2 blöðum) úr hómilíubók, AM 237 a fol frá því um 1150. Hómilíur eru predikanir með guðfræðilegum skýringum.
Í rammanum stendur eftirfarandi: þeir fara a eíno augabragþe miþle himens. oc iarþar. sva skiot
Með nútímastafsetningu stendur: þeir fara á einu augabragði miðli (milli) himins og jarðar, svo skjótt

 

Smelltu til a f strra textabrot >>
Frumgotnesk skrift, millistig karlungaskriftar og gotneskrar textaskriftar. Úr handriti með sögu Þorláks biskups helga (f. 1133, d. 1193), AM 383 I 4to frá miðri 13. öld. Þorlákur Þórhallsson biskup var fyrsti dýrlingur Íslendinga og er dánardagur hans 23. desember, Þorláksmessa að vetri, enn í nokkru heiðri hafður.
Í rammanum stendur eftirfarandi: H(ann) lastaði alldregi veðr sem marg(ir) gera.
Með nútímastafsetningu stendur: Hann lastaði aldregi (aldrei) veður sem margir gera.

 

Smelltu til a f strra textabrot >>
Gotnesk textaskrift. Skarðsbók postulasagna SÁM 1 fol., frá síðari hluta 14. aldar. Handritið var lengi eign kirkjunnar á Skarði á Skarðsströnd en barst til Englands og var selt þar á uppboði árið 1965. Íslensku bankarnir keyptu þá handritið og gáfu þjóðinni.
Í rammanum stendur eftirfarandi: Þ(ei)r kolluðu h(ann) glæpa man(n) (og) galldra fullan.
Með nútímastafsetningu stendur: Þeir kölluðu hann glæpamann og galdrafullan.

 

Smelltu til a f strra textabrot >>
Árléttiskrift. Úr Grettis sögu í sagnahandritinu AM 556 a 4to frá lokum 15. aldar. Handritið er nú 88 blöð sem talið er að hafi ásamt AM 556 b 4to (nú 46 blöð) upphaflega verið eitt handrit, allt með sömu hendi, er í voru 7 Íslendinga-, fornaldar- og riddara sögur.
Í rammanum stendur eftirfarandi: Gr(ettir) kastade sj(er) á bak apt(r) of(an) i vatn(it) (ok) sock se(m) steinn.
Með nútímastafsetningu stendur: Grettir kastaði sér á bak aftur ofan í vatnið og sökk sem steinn.

 

Smelltu til a f strra textabrot >>
Árfljótaskrift. Kærubréf í pappírshandritinu AM 249 c II 4to frá 1558 sem inniheldur kæru Páls Jónssonar sýslumanns og skálds (Staðarhóls-Páls) til hirðstjórans á Bessastöðum.
Í rammanum stendur eftirfarandi: Þessa heilaga ok hááfa þingstadar Augsaráár þingz.
Með nútímastafsetningu stendur: Þessa heilaga og háa þingsstaðar Öxarárþings.

 

Smelltu til a f strra textabrot >>
Síðléttiskrift. Uppskrift Snorra-Eddu í pappírshandriti, AM 755 4to, frá um 1625-68, skrifuðu af séra Katli Jörundarsyni, móðurföður Árna Magnússonar handritasafnara. Ketill, sem var þekktur skrifari og fræðimaður á sinni tíð, skrifaði reglulegri stafsetningu en margir samtímamenn hans og notaði ekki stafinn <y>. (sting upp á dæmi í línu 17, frá 2. orði og til línuloka)
Í rammanum stendur eftirfarandi: h(ann) midladi (og) spekin(n)e, so þ(ei)r skildu alla Jardlega hlute.
Með nútímastafsetningu stendur: hann miðlaði og spekinni, svo þeir skildu alla jarðlega hluti.

 

Smelltu til a f strra textabrot >>
Síðfljótaskrift. Bréf dagsett 2. júní 1738 (úr bréfabók, AM 996 4to), skrifað á pappír af Jóni Ólafssyni Grunnvíkingi, skrifara og aðstoðarmanni Árna Magnússonar handritasafnara.
Í rammanum stendur eftirfarandi: Eg vona þú sende mi(er) pe(n)gana f(yrir) þ(at) í haust.
Með nútímastafsetningu stendur: Ég vona þú sendir mér peningana fyrir það í haust.

 

Smelltu til a f strra textabrot >>
Snarhönd. Skriftartegund sem tók við af fljótaskrift á 19. öld á Norðurlöndum. Bréf frá Jóni Sigurðssyni til Konráðs Gíslasonar dags. 26. maí 1856, varðveitt í bréfasafni Konráðs, KG 32 nr. 228. Stafurinn ð er kominn aftur inn í íslenska stafsetningu eins og sjá má af orðinu ‘Hvað’.
Í rammanum stendur eftirfarandi: Hvað feginn sem eg vildi, þá get eg ekkert gert útúr bréfi þínu. Eins og sjá má er bæði stafsetning og stafagerð orðin nánast eins og í íslensku nú til dags.
um myndletur og hljóðtákn
um þróun íslenskrar skriftar