| FORSÍÐA | SAGAN | HANDRITIÐ | KENNSLUEFNIÐ | MYNDASAFNIÐ | VEFTRÉ |
 
Forsíða > Handritið > Handritalestur > Stafsetning
 
Handverkið »
  Handritalestur »
  Skrift »
  Stafsetning »
  Skrifarar »
  Bókaskreytingar »
  Spássíumyndir »
Varðveisla og gildi »

Prentvæn útgáfa

Stafsetning

Reglur um ritmál
Tungumál sem samskiptakerfi þjónar ekki tilgangi sínum nema notendurnir séu nokkuð sammála um það. Málbreytingar festast því sjaldnast í sessi á stuttum tíma heldur tekur oft ár eða áratugi fyrir alla málnotendur í samfélaginu að tileinka sér þær, eða kveða þær niður eins og stundum gerist. Ritmál lítur sömu lögmálum en getur jafnvel verið enn íhaldssamara en talmál því til þess að aðrir notendur tungumálsins skilji skrifaða texta þurfa þeir að átta sig á táknkerfi þeirra, þ.e. stafsetningu.

Þar sem ritmál á sér yfirleitt lengri lífdaga en talmál, og er beinlínis ætlað að varðveita efni og vera aðgengilegt um nokkurt skeið, sést oft tilhneiging til að halda nokkurri festu í táknkerfi þess, að öðrum kosti úreldast textar ákaflega fljótt. Fastmótaðar stafsetningarreglur hafa þó ekki verið í gildi á Íslandi nema u.þ.b. öld. Fyrr á tímum var meiri fjölbreytni í stafsetningu og hún að líkindum meira í samræmi við framburð á hverjum tíma. Þess vegna geta handrit gefið upplýsingar um það hvernig fólk talaði á ritunartíma þeirra og í þeim má rekja ýmsar breytingar sem orðið hafa á málinu.

Stafsetningarreglurnar sem gilda núna miðast við upprunasjónarmið og eru afturhvarf eða fyrning málsins. Ritmálið er því nokkuð frábrugðið talmálinu af því að íslenska talmálið hefur breyst mun meira í aldanna rás en ráða má af stafsetningarreglunum. Íslendingar voru t.d. hættir að segja og skrifa y en sögðu og skrifuðu úng og blaunk. Því var síðar breytt vísvitandi í stafsetningunni, í ung og blönk, til að halda tengslum við ritmál elstu skrifuðu handrita. Það auðveldar þeim sem kann íslensku að lesa gömlu skinnhandritin. Mjög líklega ætti nútímafólk í mesta basli með að skilja talaða íslensku frá 12. öld vegna þess hve margar hljóðbreytingar hafa orðið í málinu frá þeim tíma, en lestur texta frá svipuðu tímaskeiði gæti verið fremur auðveldur eftir dálitla tilsögn í leturgerð og stafsetningu þess tíma.

Þrátt fyrir að hver og einn skrifari hafi að einhverju leyti skrifað og stafsett texta á sinn hátt var ýmislegt þó sameiginlegt hjá flestum skrifurum fram á 15. öld. Þegar handrit eru lesin er þó fyrsta reglan sú að það giltu fáar eða engar reglur og því er um að gera að vera vakandi fyrir mögulegri merkingu orðanna.


Tafla yfir helstu breytingar á rithætti í fornmáli og nútímamáli >>

Stafsetning

Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna
Dregnir eru hringir um nokkur stafsetningaratriði sem finnast í íslenskum hand-ritum. Smellið á hringina til að fá skýringar. Myndin er af síðu úr Konungsbók Grágásar GKS 1157 fol.

Smellið til að sjá textann með nútímastafsetningu >>

Þó engar lögboðnar stafsetningarreglur hafi gilt forðum á Íslandi var samt ákveðin stafsetning algengust á hverjum tíma og flestir þekktu hana. Þar af leiðandi voru fornar bækur með ókunnuglegu letri og stafsetningu ekki eins auðlesnar og nýrri bækur. Gamlar sögur voru þá skrifaðar upp með þeirri stafsetningu sem algengust var hverju sinni. Prentun fornra texta með nútímastafsetningu samræmist því fyllilega þeirri venju sem hefur tíðkast um aldir og gefið nýjum kynslóðum lesenda betri aðgang að efni handritanna.

Stækkaðu myndina enn meira
Banda- og styttingaruna úr Staðarhólsbók Grágásar AM 334 fol.
Meira um bönd og styttingar
Eitt af því sem einkennir íslensk handrit eru bönd og styttingar sem notuð voru til að flýta skrift og spara skinn. Í elstu textum er skriftin lítið bundin en þar eru rúnirnar stundum notaðar til skammstöfunar. Rúnin m stóð þá fyrir orðið maður og rúnin f fyrir . Bandanotkun jókst er fram liðu stundir og hélst allt fram á 19. öld, mest þó í uppskriftum af fornum textum.

Hásteflingar eru litlir upphafsstafir sem eru notaðir í stað tveggja samhljóða, gg var skrifað G, rr var skrifað R. Punktur fyrir ofan staf var notaður í sama tilgangi.

Límingar eru tveir stafir sem límdir eru saman til að spara pláss. Stafurinn æ er dæmi um slíkan staf búinn, til úr a og e. Í fornum textum má oft finna dæmi um að a sé límt við annan staf, s.s. an-líminga, af-líminga, aa-líminga en jafnframt sjást dæmi um or-líminga.

Nasalstrik eru tákn fyrir nefhljóðin m og n og stundum fleiri stafi með. Þau voru sett fyrir ofan stafi.

Bönd voru sett fyrir ofan stafi til að tákna sérhljóð og samhljóð til dæmis var band fyrir -ra, fyrir -ar, fyrir -er/-ir, fyrir -re og fyrir -us.

 

úr sögu íslenskrar stafsetningar
um stafsetningarvenjur Halldórs Laxness