Síðfljótaskrift frá 18. öld

Síðfljótaskrift. Bréf dagsett 2. júní 1738 (úr bréfabók, AM 996 4to), skrifað á pappír af Jóni Ólafssyni Grunnvíkingi, skrifara og aðstoðarmanni Árna Magnússonar handritasafnara.
Í rammanum stendur eftirfarandi: Eg vona þú sende mi(er) pe(n)gana f(yrir) þ(at) í haust.
Með nútímastafsetningu stendur: Ég vona þú sendir mér peningana fyrir það í haust.