Gotnesk textaskrift frá 14. öld

Gotnesk textaskrift. Skarðsbók postulasagna SÁM 1 fol., frá síðari hluta 14. aldar. Handritið var lengi eign kirkjunnar á Skarði á Skarðsströnd en barst til Englands og var selt þar á uppboði árið 1965. Íslensku bankarnir keyptu þá handritið og gáfu þjóðinni.
Í rammanum stendur eftirfarandi: Þ(ei)r kolluðu h(ann) glæpa man(n) (og) galldra fullan.
Með nútímastafsetningu stendur: Þeir kölluðu hann glæpamann og galdrafullan.