Prentvæn útgáfa
Hópverkefni
Sagnanetið - Grettissaga
Nemendur fari á Sagnanetið og finni fjölda handrita tiltekinna fornsagna og frá hvaða tíma þau eru. Í síðari hluta fyrirmælanna hér á eftir er miðað við Grettis sögu.
A. Skoðið lista yfir handrit sögunnar á Sagnanetinu (Nota má leiðina: http://www.sagnanet.is/ > samræmdir titlar > stafróf > velja fyrsta staf í titli sögunnar > finna söguna í flettiborða >yfirlit yfir varðveitt handrit í Stofnun Árna Magnússonar, Landsbókasafni og þýðingar.)
Í tölvunni kemur fram safnmark, titill/upphaf og lengd (gefur vísbendingu um hvort handrit er varðveitt í broti eða er heilt). Skoðið t.d. þýðingu af sögunni, s.s. þýska þýðingu (PT7269.G7 G5) neðarlega í yfirlitinu sem var prentuð undir lok 19. aldar. Smellið á titil sögunnar ekki safnmark. Þá fáið þið upp fyrstu síðu bókarinnar og getið svo flett henni með því að smella á tölurnar neðst í hægra horninu. Plústölur merkja áfram en mínustölur aftur á bak. Takið eftir leturgerðinni á bókinni.
B. Svarið eftirfarandi spurningum:
-
Hvað er sagan varðveitt í mörgum handritum?
-
Titlar sögunnar eru mismunandi eftir handritum. Finnið alla titla sögunnar og skráðið niður. Af hverju ætli titlar sögunnar séu mismunandi?
-
Frá hvaða tíma er elsta handrit sögunnar?
-
Er spássíukrot í handritinu?
-
Texta Grettis sögu má finna á Netútgáfunni.
Til kennarans
Nota má Sagnanetið til að vinna fleiri handritaverkefni af þessum toga tengdum öðrum Íslendinga sögum. Til að komast í leitarkerfið er best að smella á krækjuna samræmdir titlar efst á síðunni og velja aðra sögu .
|