| FORSÍÐA | SAGAN | HANDRITIÐ | KENNSLUEFNIÐ | MYNDASAFNIÐ | VEFTRÉ |
 
Forsíða > Kennsluefnið > Um miðlun sagna > Afþreying fyrr og nú > Umræðuefni
 
    Miðlun að fornu og nýju »
Bókaframleiðsla »
 
  Um miðlun sagna »
  Sögð og skrifuð saga »
  Fjölbreytt sagnalist »
  Kveðskapur »
 
Lestur af bók »    
 
Afþreying fyrr og nú »
    Umræðuefni »
 
    Verkefni » 
Barnaefni »
 
Sagnaefni og myndmiðlar »
   
 
 
 
 
 
 
   
Prentvæn útgáfa

Umræðuefni

Afþreying fyrr og nú

Til eru fornar frásagnir af skemmtunum fólks við brúðkaup á Reykjahólum á 12. öld. Hvernig ætli fólk hafi haldið upp á þannig stórviðburði eða veislur farið fram fyrir 800 árum?

  • Oft er sagt frá því í Íslendinga sögum, s.s. Laxdælu og Gísla sögu, að veislur hafi staðið í nokkra daga en hvaða skemmtanir var hægt að bjóða upp á allan þann tíma?

  • Hvaða hliðstæður má finna við afþreyingu okkar tíma?

  • Afþreyingin er í eðli sínu e.t.v. ekki svo ólík, við höfum bara önnur tæki og miðla nú til dags. Hvernig hefur aukin tækni breytt afþreyingu fólks?

Til kennarans
Hér má draga fram að við dönsum, hlustum á tónlist og syngjum, förum í leiki, s.s. spil, þrautir og tölvuleiki, horfum á sjónvarp og myndbönd, í stað þess að segja sögur. Fyrr á öldum var skemmtunin meira bundin við annað fólk en nú má stunda ýmis konar afþreyingu í einrúmi. Í veislum eins og á Reykjahólum á 12. öld hefur líklega verið unað við spjall, sögur, gátur, leiki, söngva, dans, spil og kveðskap svo eitthvað sé nefnt.