Prentvæn útgáfa
Fræðibækur
Myndirnar hér fyrir neðan eru allar úr gömlu rímhandriti eða tímatalsfræði AM 249 b fol. frá því um 1200 og sýna stjörnumerkin tólf. Á handritinu er nokkur litadýrð, rauðir, gulir, bláir og grænir litir á skrift og myndum. Á hverri síðu handritsins er teikning af merkjum dýrahringsins en auk þess hefur verið fært inn í það dánardægur íslenskra manna og kvenna, m.a. hefur Brynjólfur Sveinsson biskup fært inn aftökudag Jóns Arasonar síðsta kaþólska biskupsins og sona hans tveggja sem hálshöggnir voru með honum árið 1550.
|