| FORSÍÐA | SAGAN | HANDRITIÐ | KENNSLUEFNIÐ | MYNDASAFNIÐ | VEFTRÉ |
 
Forsíða > Kennsluefnið > Miðlun að fornu og nýju > Munnmenntir > Ritunarverkefni
 
  Miðlun að fornu og nýju »
Miðlun »
 
Upplýsingasamfélagið »
Munnmenntir »
    Umræðuefni »
    Verkefni »
    Ritunarverkefni »
      Tilvísunarefni á vef »
  Ritlist »
Bókaframleiðsla »
Um miðlun sagna »
   
   
Prentvæn útgáfa

Ritunarverkefni

Að muna tímana tvenna
Þið eruð að skrifa viðtal fyrir Fróðleiksblaðið um minnistækni fyrir tíma upplýsingatækninnar. Takið viðtal við foreldra eða eldra fólk úr fjölskyldunni og spyrjið hvaða minnisaðferðir það notaði og hvort líf þeirra hafi breyst mikið með tilkomu netsins, tölvupósts og farsíma. Notar eldra fólk þessa nýrri miðla?

Búið fyrst til nokkrar spurningar (4-8) og leggið þær síðan fyrir viðmælanda/viðmælendur. Skrifið þar næst stuttan inngang að viðtalinu þar sem upplýsingar um viðmælandann koma fram, s.s. hversu gamall hann er, hvað hann hefur fengist við o.s.frv. Semjið grípandi fyrirsögn á viðtalið, stundum er notuð hnyttin tilvitnun í orð viðmælandans. Skrifið spurningarnar og svörin niður og munið að einkenna spurningarnar, t. d. með því að skáletra þær. Prentið efnið út og skilið kennaranum eða sendið það í tölvupósti.

Dæmi um spurningar
1. Hvaða tæki notarðu til að minna þig á það sem þú þarft að gera í daglegu lífi og starfi?

2. Notarðu mikið netið, tölvupóst og farsíma?

3. Hvernig notarðu þessi tæki? Hverjir eru helstu kostir þeirra?

4. Hvernig tækni notaðirðu til að muna áður fyrr? Notarðu þær aðferðir enn?

5. Kemur tæknin í staðinn fyrir minnið?