| FORSÍÐA | SAGAN | HANDRITIÐ | KENNSLUEFNIÐ | MYNDASAFNIÐ | VEFTRÉ |
 
Forsíða > Kennsluefnið > Miðlun að fornu og nýju > Miðlun > Hópverkefni
 
  Miðlun að fornu og nýju »
  Miðlun »
    Umræðuefni »
    Verkefni »
    Ritunarverkefni »
    Hópverkefni »
    Tilvísunarefni á vef »
  Upplýsingasamfélagið »
  Munnmenntir »
  Ritlist »
    Bókaframleiðsla »
    Um miðlun sagna »
Prentvæn útgáfa

Hópverkefni

Sambandslaus við umheiminn
Bekkurinn fer ásamt kennara í vorferð upp á hálendi Íslands, t.d. í Jökulsárgljúfur, en verður fyrir því óhappi að rútan festist í ánni vegna vélarbilunar og allur farangur gegnblotnar þ.m.t. fjarskiptatækin.

Nú þarf nauðsynlega að koma skilaboðum til byggða en hvernig?

Úrvinnsla
Hver hópur reynir að finna lausn á vandamálinu. Kjörið er að sviðsetja atburðinn og kynna í litlum leikþætti, stuttmynd eða klippimynd. Kennari getur jafnframt stjórnað umræðum eftir hópvinnuna og tekið saman niðurstöður á töflu. Þar þyrfti þá að koma fram í hverju vandinn fælist og úrræðin sem grípa þyrfti til. Hér má einnig ræða um þá sem verða úti á hálendinu ár hvert og útilegumenn fyrr á tímum.