| FORSÍÐA | SAGAN | HANDRITIÐ | KENNSLUEFNIÐ | MYNDASAFNIÐ | VEFTRÉ |
 
Forsíða > Kennsluefnið > Bókaframleiðsla > Handskrifaðar bækur > Verkefni 2
 
    Miðlun að fornu og nýju »
  Bókaframleiðsla »
  Handskrifaðar bækur »
      Umræðuefni »
      Verkefni 2 »
      Ritunarverkefni »
 
 
      Hópverkefni »
    Þemaverkefni »
    Tilvísunarefni á vef »
Munur milli handrita »
Bókamarkaður, markaðslögmál »
Gildi handritanna »
  Um miðlun sagna »
   
Prentvæn útgáfa

Verkefni 2

Að skrifa upp handrit

A) Skrifið orðrétt upp hálfa síðu úr Íslendinga sögunni sem þið eruð að lesa eða stuttan kafla úr valinni sögu.

B) Takið tímann. Hvað tekur langan tíma að handskrifa eina línu? Gefum okkur að á hverri síðu séu 14 línur og að bókin verði 76 síður. Hvað tekur langan tíma að skrifa bókina?

Um miðlun verkkunnáttu

  1. Sumt lærum við helst af öðrum en lesum ekki í bók, t.d. hvernig á að reima skó. Skrifaðu nákvæma lýsingu á því hvernig á að reima skó til að kenna það einhverjum sem ekki kann.
  2. Hvernig ætli Íslendingar hafi lært að skrifa, lesa og búa til bækur í upphafi ritaldar? Þekkið þið einhverjar heimildir frá þeim tíma sem gætu veitt upplýsingar?
  3. Á hvaða hátt gæti mannfallið í svarta dauða hafa haft áhrif á bókmenningu hér á landi?

Til kennarans
Verkkunnáttu er miðlað frá manni til manns á þessum tíma og því hafa Íslendingar þurft að læra handtökin af erlendum mönnum í upphafi ritaldar. Í svarta dauða gæti vel verið að þeir sem kunnu best til verka hafi dáið drottni sínum. Handrit sem talin eru skrifuð eftir þann tíma eru gerð úr mun lakara bókfelli. Einnig má hugsa sér að í kjölfar faraldursins sem felldi um þriðjung þjóðarinnar hafi efnahagur landsins verið í lægð þannig að í stað þess að flytja inn skinn hafi Íslendingar neyðst til að nota eigin framleiðslu. En hér er eingöngu um vangaveltur að ræða og allt eins líklegt að á Íslandi hafi bæði verið stétt atvinnuskrifara og fólk sem kunni til verka við bókfellsgerð.