| FORSÍÐA | SAGAN | HANDRITIÐ | KENNSLUEFNIÐ | MYNDASAFNIÐ | VEFTRÉ |
 
Forsíða > Kennsluefnið > Bókaframleiðsla > Gildi handritanna
 
    Miðlun að fornu og nýju »
  Bókaframleiðsla »
Handskrifaðar bækur »
Munur milli handrita »    
Bókamarkaður, markaðslögmál »
Gildi handritanna »
 
      Umræðuefni »
      Verkefni »
      Þemaverkefni »
     Tilvísunarefni á vef »  
  Um miðlun sagna »
   
   
   
Prentvæn útgáfa

Gildi handritanna

Markmið
Að nemendur átti sig á víðtæku gildi miðaldahandrita.

Til kennarans
Með umræðu um menningarverðmæti má efla virðingu nemenda fyrir eigin menningu og annarra. Til dæmis má hefja umræðuna með því að ræða hverjir teljist Íslendingar og hvernig þjóðfélagið sé samsett. Með því að tengja upphaf sagnalistar við hugtakið nýlendumenningu má ræða hvernig brottflutt fólk varðveitti gjarnan sögur af forverum sínum og ferð þeirra til nýja landsins. Bæði má fjall um Vestur-Íslendinga í þessu sambandi, þ.e. sjálfsmynd þeirra og sagnaarf en einnig nýbúa á Íslandi og þörf þeirra á að halda í menningu sína og siði. Varðveisla eddukvæða hefur t.d. verið tekin sem dæmi um hvernig nýlendumenning varðveitir eldri fróðleik sem oft týnist fremur í gamla landinu.