Bókfellsgerð Carls Wildbrett skinnaverkanda í Þýskalandi

Stækkaðu myndina Stækkaðu myndina enn meira

 

1. Hárahlið kálfskinns er líka nefnd háramur eða hárhamur. Sú hlið sem snýr að manninum er holdrosinn en á þeirri hlið eru oft leifar af holdi og fitu þegar húðin kemur til bókfellsverkandans.

The picture shows the hide of a calf with the hair on the outer side, while the reverse side has still some remains of fat and flesh.

 

 

Stækkaðu myndina Stækkaðu myndina enn meira

 
2. Húðirnar eru fyrst lagðar í kalkbað í nokkrar vikur til afhárunar. Kalkið smýgur inn í skinnið og losar hárin auk þess sem það kemur í veg fyrir að skinnið rotni. Að nokkrum vikum liðnum eru húðirnar teknar upp úr kalkvatninu með stórum töngum.

Liming - The hides are kept in slaked lime water for some weeks. The lime enters the skin, loosens the hair and cures the skin of getting decayed. With the help of a pair of tongs the skins are taken out of the lime water.

 

Stækkaðu myndina Stækkaðu myndina enn meira

 

3. Hárin eru skafin af skinninu. Hvert skinn er lagt á þykkan, hallandi trjábol en síðan eru hárin, ásamt ysta lagi húðarinnar skafin burt. Til þess er notaður deigur (lítið beittur) en boginn hnífur með tveimur handföngum eins og sést á myndinni.

Removing Hair etc. The skin is spread over a trunk in a slant-wise position. The heir together with the epidermis is taken away with the help of a blunt curved knife with two handles. Following to this the reverse side of the skin is freed from the subcutis with the help of a sharp curved knife with two handles.

 

Stækkaðu myndina Stækkaðu myndina enn meira

 

4. Skinnið er strengt í ramma. Eftir skolun eru eins konar klemmur festar í jaðrana á blautu skinninu. Úr þeim liggja bönd sem eru vafin utan um tréskrúfur í rammanum en þær eru svo hertar eftir þörfum. Gæta þarf þess að skinnið sé alltaf vel strengt í rammanum.

Stretching. The skin or pelt, which is still wet, is now put into a frame by putting clips around the edges and winding the strings on turn-buckles at the frame. The pelt must be stretched in the frame carefully.

 

Stækkaðu myndina Stækkaðu myndina enn meira

 

5. Þurrkun skinnsins. Skinnin eru geymd í römmunum uns þau eru alveg þurr. Maðurinn á myndinni gæti verið að strekkja skinnið sem hann stendur við með því að snúa tréskrúfunum í rammanum. Þurrkun undir þenslu er einkennandi fyrir verkun bókfells.

Drying. The pelts are kept in this stretched condition until they are completely dry as well as for all following procedures.

 

Stækkaðu myndina Stækkaðu myndina enn meira

 

6. Lokafrágangur við bókfellið. Þegar skinnið er orðið fullþurrkað er það skafið báðum megin með afar beittum hálfmánalöguðum hníf til þess að það verði þunnt og hreint með flauelsmjúkri áferð. Ef skinnið er bleytt upp og látið þorna á nýjan leik fær það aftur á móti daufa, glansandi áferð. Eftir að skinnið er fullverkað er það skorið úr rammanum.

Finishing of the Parchment. As soon as the skin or pelt is completely dry its surface is scraped on both sides with a very sharp half-moon shaped knife. By doing this the parchment becomes clean and thin and it gets a velvet-like appearance. If wetting the surface anew the parchment gets a dully glossy surface after being dry again. Only after being finished completely the parchment can be taken out of the frame by cutting the clips away.