Bókfellsverkun nú á dögum

Lokafrágangur við bókfellið. Þegar skinnið er orðið fullþurrkað er það skafið báðum megin með afar beittum hálfmánalöguðum
hníf til þess að það verði þunnt og hreint og fái flauelsmjúka áferð. Ef skinnið er bleytt upp og látið þorna á nýjan leik fær það aftur
á móti daufa, glansandi áferð. Eftir að skinnið er fullverkað er það skorið úr rammanum.
Myndin er birt með góðfúslegu leyfi Carls Wildbrett bókfellsverkanda í Þýskalandi.