|
Prentvæn útgáfa
Goð
Mörg goð koma við sögu í norrænu goðafræðinni. Hér á síðunni má sjá nokkur þeirra í túlkun Jakobs Sigurðssonar skálds og bónda sem uppi var á 18. öld og skrifaði og myndskreytti það handrit Snorra-Eddu sem kallast Melsteðs-Edda. Jakob skrifaði og skreytti mörg handrit á og hafa sum þeirra varðveist á Landsbókasafni.
Bókin barst til Kanada með íslenskum landnámsmönnum úr Þingeyjarsýslu á 19. öld og var í eigu fjölskyldu sem bar ættarnafnið Melsted og af því dregur bókin nafn sitt. Bókin var afhent Stofnun Árna Magnússonar að gjöf þann 13. febrúar 2000 af Erni Arnari Magnússyni ræðismanni í Minnesota og fjölskyldu hans, og ber nú safnmarkið SÁM 66.
|
|
|
|
um myndlist miðalda |
|
um myndlist miðalda |
|
|
|