Lýstar skinnbækur
Úr Flateyjar-bók GKS 1005 fol. |
Helst er að finna handritalýsingar í lögbókum, trúarritum og sumum fræðibókum frá miðöldum. Fá sagnahandrit eru myndskreytt frá þeim tíma, helst þó konunga sögur og sama máli gegnir um handrit sem innihalda kveðskap, hvort sem er af trúarlegum eða veraldlegum toga.
Varðveitt miðaldahandrit og handritabrot af lögbókinni Jónsbók, sem tók gildi 1281, eru t.a.m. ríflega hundrað talsins og mörg þeirra ríkulega myndskreytt. Í efnisflokknum Lögbækur má fá hugmynd um fjölbreytni myndskreytinga milli bóka með sýnishornum úr nokkrum handritum Jónsbókar.
Mikið var lagt í trúarrit á miðöldum og mörg þeirra fagurlega skreytt. Biblíuþýðingin Stjórn AM 227 fol. er ein fallegasta íslenska miðaldabókin sem varðveist hefur. Nokkrar heilsíðuskreytingar úr henni er að finna í efnisflokknum Trúarrit sem gefið geta hugmynd um færni íslenskra handritalýsenda á miðöldum.
Í slendingar skráðu snemma ýmiss fræði, s.s. sagnfræði, málfræði, stjörnufræði, tímatalsfræði og dýrafræði. Í efnisflokknum Fræðibækur má sjá myndskreytingar úr þess konar handritum.
© LogS
Prentað af fræðsluvefnum Handritin heima