Heilsíða úr Stjórn AM 227 fol.
Einn af sjö glæsilega skreyttum myndstöfum í handriti af Stjórn, AM 227 fol. Nafnið á handritinu er talið vísa til
stjórnar guðs á veröldinni en textinn inniheldur frásagnir Gamla testamentisins ásamt skýringum og útleggingum.
Myndstafurinn er A, inni í því situr Salómon konungur í hásæti en á laufum sem vaxa út úr stafnum stendur maður
með bikar í hendi. Grein liggur niður úr stafnum og sveigist inn á neðri spássíu síðunnar. Á henni miðri stendur
maður sem leikur listir sínar en neðar er bogaskytta sem beinir ör sinni að fugli. Litirnir í greininni og treyjum
bogamannsins og mannsins með bikarinn sjást greinilega í gegn á bakhlið síðunnar.