Baksíða
Mynd af síðu úr handriti Stjórnar AM 227 fol. Nafnið á handritinu er talið vísa til stjórnar guðs á veröldinni en textinn
inniheldur frásagnir Gamla testamentisins ásamt skýringum og útleggingum. Á þessari síðu sjást litir úr myndstafnum
á síðunni hinum megin á blaðinu. Best sést leggur greinarinnar sem liggur niður neðri hluta blaðsins en auk þess mótar
vel fyrir treyjum tveggja manna. Síðan er mun ljósari en hin hliðin og merkingar fyrir línum, spássíum og dálkum sjást afar vel.