Litir í Skarðsbók Jónsbókar
Eins og sjá má eru sumar síður í Skarðsbók Jónsbókar AM 350 fol. ríkulega skreyttar með fagurlega lituðum og flúruðum
upphafsstöfum. Hún er einnig prýdd myndstöfum við upphaf nokkrra lagabálka. Rannsókn á litum í lýsingum handritsins sýndi fram á að
þeir væru úr innfluttum litarefnum, sams konar og notuð voru í handritalýsingar annars staðar í Evrópu. Ekki er þó loku fyrir það
skotið að einhver litarefni í handritalýsingum hafi verið sótt í íslenska náttúru.