| FORSÍÐA | SAGAN | HANDRITIÐ | KENNSLUEFNIÐ | MYNDASAFNIÐ | VEFTRÉ |

 

Upphaf ritunar
  Uppruni Íslendinga »
  Rúnir og munnleg geymd »
  Upphaf bókagerðar »
  Hvað var skrifað fyrst »
  Sérstæð menning »
  Bækur og valdhafar »
  Blómaskeið »
  Aldaskil »
  Handritasöfnun »

 

 

Forsíða > Sagan > Upphaf ritunar > Upphaf bókagerðar

 

Prentvæn útgáfa

Upphaf bókagerðar

Smelltu á myndina til þess að sjá hana í fullri stærð
Stækkaðu myndina enn meira
Myndatexti

Vitnisburður varðveittra handrita
Vert er að hafa í huga að sú mynd af bóklegri iðkun sem við okkur blasir, sér í lagi í varðveittum handritum og handritaglefsum, er brotakennd, enda varðveislan iðulega tilviljunum háð. Því er allsendis óvíst að þau handrit sem björguðust frá eyðileggingu og aðgengileg eru nú til dags séu dæmigerð eða lýsandi fyrir bókakost eða fræðastarf þess tíma sem þau voru framleidd á. Aukinheldur er almennt álit fræðimanna að fæst þeirra íslensku handrita sem hýst eru í handritasöfnum séu frumrit þeirra texta sem á þeim finnast. Með þann fyrirvara í huga er engu að síður réttmætt að nýta þær ritheimildir sem varðveist hafa og draga af þeim nokkrar ályktanir.

Í bókinni Early Icelandic Script gerir Hreinn Benediktsson grein fyrir aldri og innihaldi elstu varðveittu handrita á íslensku. Hreinn telur næsta víst að ekkert þeirra megi teljast eldra en frá því eftir miðja 12. öld en segir að frá elsta skeiði, þ.e. fram til upphafs 13. aldar: „remnants of about two dozen manuscripts – at which probably over thirty scribes worked – are preserved.“ Efni þessara handritaleifa er nokkuð fjölbreytt þó allflest innihaldi þau kristilega texta af erlendum uppruna, t.a.m. hómilíutexta og annað guðrækilegt efni, sögur af heilögum mönnum þ.á m. Placidus-drápu, en auk þess finnast þar þýðingar guðspekilegra lærdómsrita og annarra fræðirita. Elsta handrit er varðar tímatalsfræði og skyld efni telst vera frá þessu skeiði, sem og elstu þýðingar Veraldarsögu sem grundvölluð er á erlendu efni en telja má með elstu varðveittu sagnaritum á íslensku. Frá sama skeiði eru elstu varðveittu brot af lagatextum íslenska þjóðveldisins og elstu færslur í tveimur máldögum er varða kirkjuna í Reykjaholti og Þingeyraklaustur. Af varðveitum íslenskum handritum og handrita-brotum má því sjá að strax upp úr miðri 12. öld voru þegar komin á tengsl milli íslenskrar ritunar og meginstrauma vestrænnar hugsunar á þeim tíma sem þau voru rituð. Þýddir textar á borð við Elucidarius og Physiologus þykja bera því órækt vitni.

Næsta tímabil í aldursflokkun Hreins Benediktssonar nær til miðrar 13. aldar. Frá þeim tíma hafa varðveist handrit og handritabrot sama efnis og frá elsta skeiði, þ.e. hómilíur, heilagra manna sögur og tímatalsfræði, en til viðbótar ber þá fyrst á elstu dæmum um postula sögur og þar með elstu gerð af jarteinabók Þorláks helga. Elsta brot úr sögu Noregskonunga telst einnig frá þessum tíma sem og elsta fornbréfið.

Á þriðja skeiði sést fyrsti vitnisburður um ritun Íslendinga sagna, brot úr Egils sögu, talið ritað um 1250 en örfá fleiri slík sagnabrot eru talin til s.hl. 13. aldar. Brot úr Þorláks sögu helga er tímasett um eða stuttu eftir miðja öldina og elsta dæmi um lækningabók er talið frá því á s.hl. 13. aldar. Hinna fyrri greina sér einnig stað í handritum frá þessum tíma, þar eru sögur af heilögum mönnum og postulum sem og annað efni af trúarlegum toga, ennfremur lagabálkar og lagasöfn, fleiri dæmi um konunga sögur og önnur rit sagnfræðilegs eðlis, ýmist rituð eða þýdd á þjóðtunguna. Síðast en ekki síst er eitt þekktasta handrit á íslensku, Codex Regius eða Konungsbók eddukvæða, frá þessu tímabili.

Alls telur Hreinn að sá varðveitti handritakostur sem tímasettur er frá miðri 12. öld til síðari hluta 13. aldar gefi mynd af verkum ríflega hundrað skrifara. Hins vegar segir hann alsendis ómögulegt að áætla um heildarfjölda þeirra rita sem þessi handritaleifð er runnin frá, einungis fáar bækur hafi varðveist nær heilar eða lítt skertar. Merkastar þeirra tilgreinir hann frá elstu tíð Íslensku hómilíubókina, Elucidarius, Samræður Gregoríusar, Jarteinabók Þorláks helga og Ágrip af sögu Noregskonunga. Öllu fleiri bætast við frá síðari hluta 13. aldar, þ.á m. Jómsvíkinga saga, Alexanders saga og Ólafs saga helga, konungasagnasafnið Morkinskinna, Konungsbók eddukvæða og lagasöfn þjóðveldisins, Konungsbók og Staðarhólsbók Grágásar. Um þennan ágæta bókakost segir Hreinn: „We see here, in broad outline, the development of a tradition in book-making which culminates in the fourteenth century.“

Af upptalningu Hreins má ljóst vera að sú iðja Íslendinga að þýða og rita texta á þjóðtungunni hefur frá fyrstu tíð verið allnokkur og fremur færst í vöxt er fram liðu stundir, ef marka má handritageymdina. Ýmsir hafa velt vöngum yfir ástæðum jafn umfangsmikillar ritunar á þjóðtungunni hér á landi umfram það sem þekkt er frá öðrum löndum. Hvað gerði það t.d. að verkum að íslenskir lærdómsmenn voru jafn ötulir við þýðingarstarfann og raun ber vitni? Úr hvaða jarðvegi er öll hin sérstæða sagnaritun sprottin? Með tungutaki félagsmálfræðinnar má komast svo að orði að þróun eða útfærsla staðalsins hafi hér á landi gengið lengra en víðast hvar annars staðar, umdæmi þjóðtungunnar varð sem sagt mun viðameira en í þeim löndum sem skráðu greinar á borð við sagnfræði og konungaævir einvörðungu á latínu, máli kirkju og fræða. En hvað ætli hafi valdið þeirri þróun?

Sjá t.d. umfjöllun þar að lútandi hjá Deumert, Ana. 2003: 16.
Sbr. Hreinn Benediktsson. 1965: 15-16 og Stefán Karlsson. 1998/2000: 225.
Hreinn Benediktsson. 1965: 13.
Sama: 13-14.
Þar á meðal Íslensku hómilíubókina Stokk. Perg. 4to nr. 15 og brot úr hómilíum s.s, AM 237 a fol. Einnig AM 696 XXXIV brot úr samræðu um Maundy Thursday með latneskum tilvitnunum.
AM 655 II-IV 4to, úr sögum heilags Nikulásar, Silvesters, Erasmus og Basilíusar.
AM 673 b 4to.
Elucidarius AM 674 a 4to.
Physiologus AM 673 a II.
GKS 1812 IV 4to sem inniheldur m.a. Leiðarvísan eftir Nikulás ábóta á Munkaþverá þar sem rakin er pílagrímsleiðin til landsins helga.
AM 655 VII 4to og AM 655 VIII 4to.
Sjá Sverrir Tómasson. 1988: 394.
AM 315 a og b.
Það er Reykjaholtsmáldagi og AM 279 a 4to.
Sbr. Marchand, James. 2000: 232.
Hreinn Benediktsson. 1965: 14.
AM 645 4to A og B og AM 655 XII-XIII.

Einnig í AM 645 4to A.
Ágrip AM 325 II 4to og NRA 52.
AM Dipl. Fasc. LVX nr. 1.
AM 162 A ? fol.
AM 383 I 4to.
AM 655 XXX 4to.
Hreinn Benediktsson. 1965: 14.
Hreinn Benediktsson. 1965: 14-15.
sama: 14.
Gunnar Harðarson 1989: 18-19 segir reyndar vert að hafa í huga að þýðingar á þjóðtungu séu ekki einungis bundnar við norrænt mál því kirkjunnar menn í fleiri löndum Evrópu þýddu rit á þjóðtungur, m.a. á fornsaxnesku, fornensku og fornfrönsku.

Þýðingarnar þrjár má fyrst og fremst telja til alþýðlegra fræðirita eða alþýðlegra útgáfna af lærðum bókmenntum fyrir þá sem ekki kunnu latínu. Þær eru gerðar til að miðla þekkingu og hafa þannig á sinn hátt flutt strauma úr öðrum menningarheimum til Íslands. Þýðingar af þessu tagi vitna um þýðendur sem hafa tileinkað sér nýjan hugsunarhátt og fundið honum orðastað á eigin tungu en við það eignast tungumálið nýjan hugtakaheim.

Fornar þýðingar unnar á þrjá vegu:
Orðrétt, t.d. við biblíuþýðingar í frumkristni
Þý tt í anda verks án þess að það útilokaði bókstafsþýðingu, það var algeng leið
Frjálslegar þýðingar, jafnvel samsteypur úr mörgum textum svo nærri lét frumsamningu. Vandi þýðandans fólst í að koma efninu óbrengluðu á aðra tungu en taka jafnframt tillit til áheyrenda hverju sinni. Oft er sértækum hugtökum sleppt, jafnvel heilum köflum úr ritum eða þeir endursagðir. Þýðingarnar þrjár eru dæmi um þessi vinnubrögð, Um kostu og löstu er nær orðrétt þýðing, Elucidarius fer milliveginn en Eintalið er umskrifað á köflum.

Þýðingar eru fyrst og fremst fyrir þá sem ekki skilja latínu, í sumum ritum, s.s. formála að Stjórn er sagt frá því að Hákon konungur hafi látið þýða á norrænu fyrir þá er eigi skilja latínu. Eitt mál- og menningarsvæði á Norðurlöndum og sjálfsagt hefur tekið sinn tíma að laga málið að hugtaka- og orðaforða kristni, sótt til Saxa og Engilsaxa sem höfðu verið kristnir í nokkrar aldir en mál þeirra, fornenska og fornsaxneska bjuggu yfir orðaforða sem gott var að laga að norrænni tungu, orð eins og kristni, páfi, biskup, prestur, munkur, nunna, messa, engill og fjöldi annarra (bls. 37) eins og Jakob Benediktsson hefur bent á. Sagnirnar lesa og skrifa eru komnar úr saxnesku en ráða og rita úr fornensku. Þessi orðaforði hefur auðveldað þýðingu á norræna tungu en engu að síður átti þá eftir að smíða orð um fjöldamörg latnesk heiti, siðferðileg, trúfræðileg eða heimspekileg. Þýðendur áttu það verk fyrir höndum að takast á við orðfæri og hugmyndaheim textans og færa hann yfir til áheyrenda sinna. Gömul orð fengu nýja merkingu, ný voru mynduð auk þess sem mismunandi þýðingar hafa sjálfsagt orðið til og verið mislanglífar. Fræðimenn hafa þó bent á að íslenskt biblíumál er nokkuð samhljóða frá 12. öld og fram á okkar daga.

Gildi þessara fornu þýðinga felst í heimildagildi um notkun hugtaka og viðtöku hugmynda, um þann búning sem þær voru færð í og hugarheim þeirra sem þýddu ritin og notuðu. Þær eru til merkis um hvað þótti vert að þýða og hvað þótti eiga erindi til samtíma þeirra. Þannig veita þýðingar sýn á sjálfskilning og humyndaheim norrænna manna á miðöldum, þeirra sem rituðu fornsögur og önnur forn fræði (?). Þær hafa líka bókmenntagildi, bæði í máli og stíl, auk þess sem benda má á að í þeim er fólginn heimspekilegur og fræðilegur orðaforði, orðaforði sem e.t.v. má nota sem fyrirmynd við nútímahugtakasmíð.

Á 13. öld virðast þýðingar ætlaðar leikmönnum öðrum fremur, oft norsku konungshirðinni. Mikill hluti slíkra bókmennta er veraldlegur, s.s. riddarasögur sem yfirleitt voru þýddar úr frönsku en jafnframt hafa varðveist lærðar þýðingar og má nefna:
Alexanders sögu
Gyðinga sögu
Stjórn, sem er þýðing á nokkrum bókum Gamla testamentisins.

Nefnir að þýðingar á öðrum tungum, fornensku eða fornfrönsku, eru oft af sömu verkum og mörg latínurit virðast hafa verið þýdd á margar þjóðtungur.

Latína var tungumál kirkjunnar og allar messubækur voru þess vegna á latínu. Prestar þurftu þar að auki að lesa yfir söfnuði sínum útskýringar á biblíunni og sögur af heilögum mönnum sem voru sagðar sem dæmisögur um trúarstyrk þeirra. Þessar skýringar og sögur voru þýddar á íslenska tungu og síðan skrifaðar niður.

Smelltu á myndina til að sjá hana í fullri stærð!

Fórn Abrahams í handriti sem kallast Stjórn sem hefur að geyma þýðingar úr gamla testamenntinu og er með fegurstu íslensku handritum.

Kristni færði okkur kunnáttu í skrift og bókagerð sem fljótlega var notuð til að geyma fleira en guðsorð. Í Íslendingabók Ara fróða frá fyrri hluta 12. aldar er fyrst getið um lagaritun hér á landi, veturinn 1117-18, og er það elsta heimild um að bók hafi verið trúað fyrir þeim fróðleik sem áður var varðveittur í minni manna.

Um miðja 12. öld skrifaði óþekktur maður sem kallaður hefur verið fyrsti málfræðingurinn ritgerð til að útbúa íslenskt stafróf og segir það nauðsynlegt vegna þess hve ritun á íslensku sé orðin algeng. Hann fjallar um hvað skrifað sé á þjóðtungum í öðrum löndum og nefnir skrif um lög og sögulega atburði (annála), en telur síðan upp það sem skrifað er um á Íslandi á hans dögum: guðsorð, lög, fræði og ættvísi.

Fræði eins og Ari fróði Þorgilsson skrifaði voru yfirleitt skráð á latínu í öðrum löndum og skrifuð af prestum. Strax á 12. öld lítur því út fyrir að Íslendingar hafi skrifað meira á þjóðtungu en gert var í útlöndum.

Elstu varðveittu handritin með íslenskum texta eru talin vera frá síðari hluta 12. aldar. Það eru mest kristilegir textar, en líka lög og fræði sem styður orð fyrsta málfræðingsins um allt nema ættfræðina. Snemma var farið að skrifa um stjörnufræði sem fjalla um sólargang, tunglkomur, mánuði og misseraskipti en fræði af þessu tagi má finna í handriti frá 1187.

 

 

um blablabla
Um blablabla
| UM VEF | KRÆKJUSAFN | ORÐASAFN | HEIMILDIR |
:: © hönnun hugrunar 2001 ::