Niðarósdómkirkja í Þrándheimi í Noregi
Í Niðarósi, nú Þrándheimi, var fyrst reist timburkirkja yfir gröf Ólafs helga Haraldssonar (d. 1030) en um 1070 var hafist handa við að reisa
steinkirkju þar. Eftir stofnun erkibiskupsstólsins var ákveðið að kirkjubyggingin yrði enn viðameiri og stóð verkið lengi yfir. Talið er að
dómkirkjan hafi verið fullbyggð um 1300. Umdæmi erkibiskupsins í Niðarósi náði yfir Noreg og svæðin sem þaðan höfðu byggst, Orkneyjar,
Suðureyjar, Hjaltlandi og Færeyjar, auk Íslands og Grænlands.Mynd af Wikipedia.