Snarhönd frá 19. öld
Snarhönd. Skriftartegund sem tók við af fljótaskrift á 19. öld á Norðurlöndum. Bréf frá Jóni Sigurðssyni til Konráðs Gíslasonar dags. 26. maí 1856, varðveitt í bréfasafni Konráðs, KG 32 nr. 228. Stafurinn ð er kominn aftur inn í íslenska stafsetningu eins og sjá má af orðinu ‘Hvað’.
Í rammanum stendur eftirfarandi: Hvað feginn sem eg vildi, þá get eg ekkert gert útúr bréfi þínu. Eins og sjá má er bæði stafsetning og stafagerð orðin nánast eins og í íslensku nú til dags.