Síðléttiskrift frá 17. öld
Síðléttiskrift. Uppskrift Snorra-Eddu í pappírshandriti, AM 755 4to, frá um 1625-68, skrifuðu af séra Katli Jörundarsyni, móðurföður Árna Magnússonar handritasafnara. Ketill, sem var þekktur skrifari og fræðimaður á sinni tíð, skrifaði reglulegri stafsetningu en margir samtímamenn hans og notaði ekki stafinn <y>. (sting upp á dæmi í línu 17, frá 2. orði og til línuloka)
Í rammanum stendur eftirfarandi: h(ann) midladi (og) spekin(n)e, so þ(ei)r skildu alla Jardlega hlute.
Með nútímastafsetningu stendur: hann miðlaði og spekinni, svo þeir skildu alla jarðlega hluti.