Árléttiskrift frá 15. öld
Árléttiskrift. Úr Grettis sögu í sagnahandritinu AM 556 a 4to frá lokum 15. aldar. Handritið er nú 88 blöð sem talið er að hafi ásamt AM 556 b 4to (nú 46 blöð) upphaflega verið eitt handrit, allt með sömu hendi, er í voru 7 Íslendinga-, fornaldar- og riddara sögur.
Í rammanum stendur eftirfarandi: Gr(ettir) kastade sj(er) á bak apt(r) of(an) i vatn(it) (ok) sock se(m) steinn.
Með nútímastafsetningu stendur: Grettir kastaði sér á bak aftur ofan í vatnið og sökk sem steinn.