Frumgotnesk skrift frá 13. öld
Frumgotnesk skrift, millistig karlungaskriftar og gotneskrar textaskriftar. Úr handriti með sögu Þorláks biskups helga (f. 1133, d. 1193), AM 383 I 4to frá miðri 13. öld. Þorlákur Þórhallsson biskup var fyrsti dýrlingur Íslendinga og er dánardagur hans 23. desember, Þorláksmessa að vetri, enn í nokkru heiðri hafður.
Í rammanum stendur eftirfarandi: H(ann) lastaði alldregi veðr sem marg(ir) gera.
Með nútímastafsetningu stendur: Hann lastaði aldregi (aldrei) veður sem margir gera.