Sívaliturn í Kaupmannahöfn

Sívaliturn í Kaupmannahöfn (36 metrar á hæð) var byggður fyrir stjörnuskoðun en einnig sem turn framan við Þrenningarkirkjuna. Hann stóð af sér brunann þó margt hafi eyðilagst innanstokks og auk þess himinhnöttur danska stjörnufræðingsins Tycho Brahe. Handritasafn Árna var til húsa á lofti Þrenningarkirkjunnar eftir andlát Árna, í samtals 131 ár, á árabilinu 1730-1861.