Lausaprentstafir Gutenbergs

Johann Gutenberg (~1398–1468) var þýskur málmsmiður sem fann upp þá aðferð að nota lausa leturstafi í prentun. Hann þróaði bæði sérstaka málmblöndu í stafina og aðferð til að steypa þá í talsverðu magni en auk þess nýtt prentblek, með olíu sem bindiefni, og prentpressu sem byggð var á vínberjapressu. Með því að sameina þessar nýjungar tókst honum að fjöldaframleiða bækur mun hraðar og betur en áður. Prenttækni Gutenbergs varð til að umbylta bókaútgáfu og þar með útbreiðslu hugmynda og lærdóms í Evrópu.

http://en.wikipedia.org/wiki/File:Metal_movable_type.jpg (Wikipedia Commons)