Ljósmynd af fjaðrapenna, bleki og litum
Á ljósmyndinni má sjá efni til skriftar, blek- og litagerðar. Fjaðrirnar liggja á tilskornu kveri af bókfelli en einnig má sjá sortulyng, sortu
og víðileggi sem notað var til blekgerðar. Fremst á myndinni eru svo muldir litasteinar en þeim var blandað saman við eggjahvítu til
að liturinn festist við bókfellið.