Hluti Valþjófsstaðarhurðar

Valþjófsstaðarhurð í Þjóminjasafni Íslands nr. 11009, ljósmyndari Ívar Brynjólfsson. Myndin er birt með góðfúslegu leyfi safnsins.
Kirkjuhurðin frá Valþjófsstað er útskorin með myndum í tveimur stórum hringflötum. Hurðin sem er líklega frá því um 1200.
Útskurðurinn er gott dæmi um stílhreinan rómanskan stíl. Í efri hringnum má lesa söguna af riddaranum og ljóninu í þremur myndum.
Vinstra megin má sjá hvar ljónið fylgir þakklátt riddara sínum alveg til dauðadags og hægra megin sést það liggja á gröf lífgjafa síns
og bíða dauðans. Undir ljóninu á kistuhliðinni stendur grafletur riddarans með rúnaletri: Sé inn ríkja konung hér grafinn, er vá dreka þenna.
Í neðri hringnum sem ekki sést á þessari mynd eru fjórir drekar sem liggja í hring og bíta í sporð sér.