Ólíkar stærðir handrita
Hér sjást stærðir handrita. Stærst er folio eða arkarstærð sem samsvarar u.þ.b. pappírsstærðinni A3, næststærst er quarto eða
bók í fjögurra blaða broti sem er álíka og A4 blað að stærð. Þriðja stærsta bókin er í oktavo eða átta blaða broti sem er svipað
A5 blaði að stærð en minnst er duodecimo, tólf blaða brot sem líkist stærð lítilla barna- og spekibóka.