Nunna í Stjórn AM 227 fol.
Á miðöldum voru tvö nunnuklaustur á Íslandi, að Kirkjubæ á Síðu og að Stað í Reynisnesi í Skagafirði. Kirkjubæjarklaustur var
stofnað 1186 af Þorláki biskupi helga en Reynistaðarklaustur árið 1295 af Jörundi biskupi eftir að Gissur jarl Þorvaldsson gaf
jörð sína, Stað, undir klaustrið. Bæði klaustrin tilheyrðu reglu Benediktína og voru starfrækt fram um siðaskipti. Blæjuklædda konan
í upphafstafnum úr handritinu Stjórn AM 227 fol. sem inniheldur þýðingar og útleggingar á textum gamla testamentisins, gæti sem
best verið í nunnubúningi.