Mynd af krossfestingunni úr GKS 3270 4to, frá miðbiki 14. aldar
Mynd af krossfestingunni úr GKS 3270 4to, frá miðbiki 14. aldar. Handritið hefur m.a. að geyma Kristinrétt Árna biskups, Biblíutexta á latínu,
Jónsbók (meginhluti handritsins), réttarbætur og Hirðskrá. Myndin er talin gerð af sama manni og lýsti Skarðsbók Jónsbókar, AM 350 fol.
Brynjólfur Sveinsson biskup í Skálholti átti handritið 1644 en sendi það til Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn árið 1662.
Sjá handrit.is http://handrit.is/is/manuscript/view/GKS04-3270.