Kóngur og biskup
Jónsbókarhandritið AM 347 fol., eða Belgsdalsbók, hefur verið tímasett til 1340-70. Handritið er dökkt og slitið en í því eru fimm sögustafir
(á bl. 8r, 9r, 12r, 15v, 60v) og þremur þeirra fylgja einnig skreytingar á neðri spássíum (bl. 8r, 12r, og 15v). Myndin sýnir konung og biskup,
fulltrúa veraldlegs og andlegs valds, við upphaf Kristindómsbálks í lögbókinni.